Fótbolti

Lazio upp fyrir ná­grannana og erki­fjendurna í töflunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Simone Arveda/Getty Images

Lazio vann mikilvægan 1-0 sigur á Sampdoria í baráttunni um Meistaradeildarsæti í öðrum af leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í hinum leik kvöldsins vann Fiorentina 3-0 sigur á Verona.

Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Lazio þá var það ekki fyrr en á 80. mínútu sem ísinn brotnaði. Luis Alberto fékk þá boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum rakleiðis í netið í fyrstu snertingu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Sigurinn þýðir að Lazio stekkur upp fyrir lærisveinar José Mourinho í Roma í töflunni og er nú í 4. sæti deildarinnar. Rómverjar eiga þó leik til góða annað kvöld og geta aftur komist upp í hið mikilvæga fjórða sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×