Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna er sjálfseignarstofnun og hóf starfsemi sína 1. apríl 1998. Hlutverk hennar hefur verið að sjá um klínískan hluta erfðafræðirannsókna Íslenskrar erfðagreiningar, Það felur meðal annars í sér söfnun lífsýna og upplýsinga um einkenni sjúkdóma, áhættuþætti, greiningu og meðferð, auk þess að senda út kynningarbréf og spurningalista til einstakra þátttakenda.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir að þar sem Íslensk erfðagreining hafi raðgreint lífsýni úr 180 þúsund Íslendingum og um tveimur milljónum af öðru þjóðerni sé minni þörf fyrir lífsýnasöfnun hjá Íslendingum.
„Það stóð til að minnka þjónustumiðstöðina fyrir Covid en vegna verkefna sem Íslensk erfðagreining tók að sér í faraldrinum var því frestað,“ segir Þóra Kristín.
Auk þessa var sagt upp níu starfsmönnum hjá Íslenskri erfðagreiningu en Þóra Kristin segir að þar sé um að ræða áherslubreytingar, aðallega vegna færri verkefna sem komi frá ÞR en áður í kjölfar breytinganna.