Í hverju liggur mesta óréttlæti á Íslandi? Sandra B. Franks skrifar 1. mars 2023 08:30 Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun