„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2023 09:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val. vísir/diego Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira