„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Atli Arason skrifar 1. mars 2023 22:26 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. „Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
„Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira