Erlent

Rúss­neski fáninn málaður á Litlu haf­meyjuna

Atli Ísleifsson skrifar
Litlu hafmeyjunni var komið fyrir á steini við Löngulínu árið 1913.
Litlu hafmeyjunni var komið fyrir á steini við Löngulínu árið 1913. AP

Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu.

Ekstrabladet sagði frá þessu og birti mynd frá vettvangi. Þar segir til tilkynning hafi borist um skemmdarverkin um klukkan sjö að staðartíma í morgun.

Litla hafmeyjan er bronsstytta eftir listamanninn Edvard Eriksen sem komið var fyrir á steininum árið 1913.

Eins og áður segir þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk eru unnin á styttunni. Áður hefur höfuð hennar og annar handleggur verið söguð af, styttan sprengd og fyrir ári síðan var sagt frá því að hakakross hafi verið málaður á styttuna.

Árið 2020 var málað bæði „Racist Fish“ og „Free Hong Kong“ á styttuna. Þá hefur málningu ítrekað verið skvett á styttuna.


Tengdar fréttir

Slagorð krotuð á Litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn

Stuðningur við lýðræðismótmæli í Hong Kong var letraður á styttuna af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Styttan er sögð sérstaklega vinsæl á meðal kínverskra ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×