Græni stígurinn Pawel Bartoszek skrifar 2. mars 2023 10:30 Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í upplandi byggðar á Höfuðborgarsvæðinu liggja mörg frábær útivistarsvæði, til dæmis: Heiðmörk, Hvaleyrarvatn, Guðmundarlundur, Vífilsstaðavatn, Úlfarsfell og Esjan. Allar þessar perlur mynda á landakorti eitt svæði sem nefnt hefur verið „Græni trefillinn“. En Græni trefillinn hefur hingað til fyrst og fremst verið skipulagslegt hugtak. Hann er til á korti en svæðin sem inn í hann falla eru ekki tengd saman í reynd. Hugmyndin um Græna stiginn gengur út á að breyta þessu. Um yrði að ræða 40-50 km langan stíg sem næði frá Kaldárseli og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í suðri og upp að Mógilsá við Esjurætur í norðri. Á leiðinni myndi stígurinn krækja í helstu útivistarsvæði í upplöndum sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Kostirnir yrðu margir. Með góðum stíg gætu fleiri notið útivistar- og skógræktar-svæðanna í upplandi byggðarinnar. Stígurinn skapar líka möguleika á hringleið: Það liggur þegar nokkuð samfelldur stígur meðfram strandlengjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Græni stígurinn gæti myndað eystri hluta þess hrings. Þannig gæti fólk hjólað hátt í 100 km órofna leið í fallegri náttúru. Þótt græni stígurinn hafi ratað í gildandi svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hefur hann ekki komist til framkvæmda enn sem komið er. Áhugi virðist hins vegar á því að vekja upp hugmyndinaum hann. Á morgun, föstudaginn 3. mars, verður haldinn fræðslufundur um Græna stiginn sem Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins standa að. Flutt verða mörg erindi um stiginn, innviðaráðherra flytur ávart og borgar- og bæjarstjórarasvæðisins hafa boðið komu sína í pallborðsumræður. Þá hefur svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins ákveðið að ráðast vinnu til ákveða nákvæma legu stígsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður vonandi hægt að kynna fyrir íbúum síðar á þessu ári, sem mun vonandi skapa góðar umræður í sveitarfélögunum á svæðinu. Græni stígurinn er spennandi hugmynd. Við eigum frábær útivistarsvæði í upplandinu og eigum að finna leiðir leiðir til að sem flestir geti notið þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar