Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 06:37 Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh í dómsal í gær. AP Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10