Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 12:46 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku. Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku.
Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32