Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Hörður 32-25 | Fallið blasir við Ísfirðingum Kári Mímisson skrifar 3. mars 2023 22:21 vísir/Diego Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25. Heimamenn náðu fljótlega forystu en Harðarmenn aldrei langt á eftir. Staðan eftir fyrsta stundarfjórðunginn 8–5 fyrir heimamönnum. Þessari forystu náðu Mosfellingar að halda út þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik 14-11. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og höfðu tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 21-19 en þá gáfu heimamenn í og náðu átta tvö kafla og kláruðu svo leikinn þægilega 32-25. Eins og áður segir var leikurinn tíðinda lítill og verður seint sagt spennandi. Dómarar leiksins höfðu það náðugt mest allan leikinn nema þegar Svavar Ólafur, annar dómara leiksins, ákvað að henda einum áhorfanda út úr húsi. Atkvæðamestur hjá heimamönnum var Árni Bragi Eyjólfsson með tíu mörk og hjá gestunum var það Leó-Renaud-David með fimm mörk. Markverðir Aftureldingar stóðu sig báðir vel. Brynjar Vignir Sigurjónsson byrjaði leikinn og varði sjö bolta (28 prósent). Jovan Kukobat fékk svo að spila síðustu 20 mínúturnar og varði átta bolta (53 prósent).Hjá gestunum varði Rolands Lebedevs 8 bolta (21 prósent). Af hverju vann Afturelding? Afturelding spilaði langt því frá sinn besta leik hér í kvöld, kláraði þetta bara þægilega. Gæðamunurinn á milli liðanna er hreinlega of mikill og heimamanna eiga að gera kröfu á að vinna þetta lið Harðar alla daga vikunnar. Hverjir stóðu upp úr? Jovan Kukobat átti frábæra innkomu síðustu 20 mínúturnar í marki Aftureldingar en ég verð þó að velja Árna Braga mann leiksins. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Harðar var oft mjög dapur. Sérstaklega í seinni hálfleik þegar Afturelding gerir út um leikinn. Hvað gerist næst? Deildin er á leiðinni í stutt frí vegna landsleikja Íslands gegn Tékklandi. Leikið verður 8. mars í Tékklandi og svo fáum við Tékkana í Laugardalshöll 12. mars. Gunnar Magnússon mun stýra íslenska liðinu ásamt Ágústi Þór Jóhannssyni. Afturelding leikur næst í undanúrslitum Powerade bikarsins gegn Stjörnunni 16. mars á meðan Harðarmenn fá FH í heimsókn 25. mars. Gunnar: „Einar Ingi skilur ekki að hann sé ekki í landsliðinu“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið fagmennska í dag. Við vorum yfir frá fyrstu sekúndu held ég og leiddum allan leikinn. Við héldum þessu nokkuð eðlilegu, missum þetta niður í tvö mest en gerðum þetta faglega og kláruðum þetta með sóma. Tvö mikilvæg stig sem við tökum úr þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. Fór ekkert um þig þegar þeir áttu möguleika á að minnka þetta niður í eitt mark í seinni hálfleik? „Það var nóg eftir og við vorum sjálfum okkur verstir. Við fórum illa með nokkur færi þarna á tímabili en við héldum bara rónni okkar og náðum að hrista þá frá okkur.“ Afturelding er á leiðinni í í undanúrslit í bikarnum. Hvernig leggst það í þjálfarann og liðið? „Strákarnir fá núna helgarfrí og svo hefst undirbúningur fyrir bikarhelgina. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir, að fara í final four. Núna höfum við góðan tíma til að undirbúa þessa helgina og nýtum tímann í það.“ Gunnar mun fylgja og stýra landsliðinu í tveimur erfiðum leikjum gegn Tékklandi. Hvernig gengur að skipuleggja þetta allt saman? „Ég hef nú verið í landsliðinu frá 2003. Það er því ekkert nýtt fyrir mig að fara í burtu. Eini munurinn sem er núna er að það er meiri ábyrgð fyrir mig. Þetta er vanalegt fyrir mig og strákarnir eru líka vanir því að ég fari í burtu og eru í góðum höndum hjá Stebba. Þetta er bara rútína og ég er búinn að gera þetta núna í 20 ár.“ En er enginn í klefanum að biðja þig um að gefa sér tækifæri í landsliðsbúningnum núna þegar þú ert með öll völd? „Einar Ingi skilur ekki að hann sé ekki í landsliðinu. Ég held að hann sé að djóka en ég veit það samt ekki alveg.“ Olís-deild karla Afturelding Hörður
Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25. Heimamenn náðu fljótlega forystu en Harðarmenn aldrei langt á eftir. Staðan eftir fyrsta stundarfjórðunginn 8–5 fyrir heimamönnum. Þessari forystu náðu Mosfellingar að halda út þegar flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik 14-11. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og höfðu tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 21-19 en þá gáfu heimamenn í og náðu átta tvö kafla og kláruðu svo leikinn þægilega 32-25. Eins og áður segir var leikurinn tíðinda lítill og verður seint sagt spennandi. Dómarar leiksins höfðu það náðugt mest allan leikinn nema þegar Svavar Ólafur, annar dómara leiksins, ákvað að henda einum áhorfanda út úr húsi. Atkvæðamestur hjá heimamönnum var Árni Bragi Eyjólfsson með tíu mörk og hjá gestunum var það Leó-Renaud-David með fimm mörk. Markverðir Aftureldingar stóðu sig báðir vel. Brynjar Vignir Sigurjónsson byrjaði leikinn og varði sjö bolta (28 prósent). Jovan Kukobat fékk svo að spila síðustu 20 mínúturnar og varði átta bolta (53 prósent).Hjá gestunum varði Rolands Lebedevs 8 bolta (21 prósent). Af hverju vann Afturelding? Afturelding spilaði langt því frá sinn besta leik hér í kvöld, kláraði þetta bara þægilega. Gæðamunurinn á milli liðanna er hreinlega of mikill og heimamanna eiga að gera kröfu á að vinna þetta lið Harðar alla daga vikunnar. Hverjir stóðu upp úr? Jovan Kukobat átti frábæra innkomu síðustu 20 mínúturnar í marki Aftureldingar en ég verð þó að velja Árna Braga mann leiksins. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Harðar var oft mjög dapur. Sérstaklega í seinni hálfleik þegar Afturelding gerir út um leikinn. Hvað gerist næst? Deildin er á leiðinni í stutt frí vegna landsleikja Íslands gegn Tékklandi. Leikið verður 8. mars í Tékklandi og svo fáum við Tékkana í Laugardalshöll 12. mars. Gunnar Magnússon mun stýra íslenska liðinu ásamt Ágústi Þór Jóhannssyni. Afturelding leikur næst í undanúrslitum Powerade bikarsins gegn Stjörnunni 16. mars á meðan Harðarmenn fá FH í heimsókn 25. mars. Gunnar: „Einar Ingi skilur ekki að hann sé ekki í landsliðinu“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið fagmennska í dag. Við vorum yfir frá fyrstu sekúndu held ég og leiddum allan leikinn. Við héldum þessu nokkuð eðlilegu, missum þetta niður í tvö mest en gerðum þetta faglega og kláruðum þetta með sóma. Tvö mikilvæg stig sem við tökum úr þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. Fór ekkert um þig þegar þeir áttu möguleika á að minnka þetta niður í eitt mark í seinni hálfleik? „Það var nóg eftir og við vorum sjálfum okkur verstir. Við fórum illa með nokkur færi þarna á tímabili en við héldum bara rónni okkar og náðum að hrista þá frá okkur.“ Afturelding er á leiðinni í í undanúrslit í bikarnum. Hvernig leggst það í þjálfarann og liðið? „Strákarnir fá núna helgarfrí og svo hefst undirbúningur fyrir bikarhelgina. Það er það skemmtilegasta sem maður gerir, að fara í final four. Núna höfum við góðan tíma til að undirbúa þessa helgina og nýtum tímann í það.“ Gunnar mun fylgja og stýra landsliðinu í tveimur erfiðum leikjum gegn Tékklandi. Hvernig gengur að skipuleggja þetta allt saman? „Ég hef nú verið í landsliðinu frá 2003. Það er því ekkert nýtt fyrir mig að fara í burtu. Eini munurinn sem er núna er að það er meiri ábyrgð fyrir mig. Þetta er vanalegt fyrir mig og strákarnir eru líka vanir því að ég fari í burtu og eru í góðum höndum hjá Stebba. Þetta er bara rútína og ég er búinn að gera þetta núna í 20 ár.“ En er enginn í klefanum að biðja þig um að gefa sér tækifæri í landsliðsbúningnum núna þegar þú ert með öll völd? „Einar Ingi skilur ekki að hann sé ekki í landsliðinu. Ég held að hann sé að djóka en ég veit það samt ekki alveg.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti