VR, jafnréttið og fjölbreytileikinn Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 4. mars 2023 10:31 VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi en í félaginu eru um 40.000 félagar á sex félagssvæðum víða um landið. Miðað við fjöldann má ætla að félagsfólkið sé allskonar, af öllum kynjum, kynhneigð og aldri, fatlað og ófatlað fólk, af fjölbreyttum uppruna og trú. Útlendingum fjölgar á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi í VR líka og er hlutfall þeirra af félagsfólki að verða komið upp í 14%. Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. Sofnað á vaktinni Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk. Fyrir utan það hve ólýðræðislegt það er að einungis tveir aðilar fari fyrir samningaviðræðum fyrir 40.000 félaga. Sú ásýnd sem fylgdi VR í kjaraviðræðunum endurspeglaði ekki jafnrétti, fjölbreytileika eða lýðræði á nokkurn hátt. Í allri hagsmunabaráttu er hinsvegar mjög mikilvægt að svo sé. Það olli jafnframt undirritaðri og öðrum jafnréttissinnum innan VR miklum vonbrigðum að heyra að núverandi formaður skuli einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins. Markmið slíks vettvangs er að stuðla að frekari samstöðu og valdefla konur innan verkalýðshreyfingarinnar, enda hefur karllægni einkennt hreyfinguna allt frá stofnun hennar. Bakslag í baráttunni Það er ekki að ástæðulausu sem stærsta stéttarfélagið á landinu þarf að beita sér fyrir jafnrétti og mannréttindum, rétt eins og öðrum málefnum sem snúa að félagsfólki og samfélaginu í heild. Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og ennþá verður fólk á vinnumarkaðnum fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu nefnd. Lög sem leggja bann við slíku og eiga að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði virðast ekki duga ein og sér til að uppræta þessi samfélagsmein. Til þess þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, efla fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum. VR í öllu sínu veldi getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum þar og ætti að leiða slíka vinnu, og hafa í huga í allri sinni vinnu og ásýnd félagsins. Framsækið félag í forystu í jafnréttis- og mannréttindamálum Mikið hefur áunnist í réttindabaráttunni í gegnum tíðina og var VR lengi vel þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum. Það hefur þó orðið mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, hinsegin fólks og útlendinga á heimsvísu undanfarið og höfum við fundið fyrir því bakslagi hér á landi líka. Því er enn brýn þörf fyrir sameiginlegt átak í jafnréttis- og mannréttindamálum þvert á samfélagið og stofnanir þess. Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja við inngildingu jaðarsettra hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordómum heyri sögunni til, en til að svo megi verða þurfa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins að vinna saman. Stór og mikil ákvarðanataka, líkt og sú sem fer fram í kjaraviðræðum, þarf að gerast í fjölbreyttari hópi. VR þarf að fara fram með góðu fordæmi og endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu og gjörðum sem snúa að jafnrétti og mannréttindum. Það verður ekki gert með mann í brúnni sem vísvitandi berst gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast einn síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta, og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins. Það er kominn tími á breytingar. Kosningar til formanns og stjórnar VR hefjast miðvikudaginn 8. mars og standa yfir í viku. Þær fara fram á rafrænan hátt á vr.is og það er auðvelt að kjósa. Félagar í VR geta með atkvæði sínu haft mikil áhrif á framgang mála í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun