Íslenski boltinn

Riðillinn endar á fjórum Eyjaleikjum á aðeins níu dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í langþráðum leik í gær.
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í langþráðum leik í gær. Vísir/Diego

Eyjamenn spiluðu ekki einn leik fyrsta mánuðinn af Lengjubikarnum en spila svo alls fjóra leiki á níu dögum.

Eyjamenn mættu loksins til leiks í Lengjubikarnum í gær en það hefur verið mikið um frestanir vegna veðurs á þessu undirbúningstímabili.

Öll liðin í riðli tvö í A-deild í Lengjubikar karla voru búin að spila þrisvar sinnum áður en ÍBV spilar sinn fyrsta leik. Það eru í raun allir leikir búnir fyrir utan fjóra leiki ÍBV liðsins.

ÍBV mætti FH í Skessunni í gær og vann frábæran 5-1 sigur. Fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvisvar, Hermann Þór Ragnarsson og Sverrir Páll Hjaltested skoruðu eitt mark hvort en fimmta markið var sjálfsmark.

Eyjaliðið átti síðan að spila við Leikni á Domusnovavellinum í Efra-Breiðholti í dag en leiknum var frestað í dag fram á miðvikudaginn kemur.

Svo eiga Eyjamenn að spila við Selfoss á föstudaginn og mæta loks Blikum á Kópavogsvelli á þriðjudaginn eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×