Stuðningur Íslands mikilvægur til að standa vörð um mannréttindi í ljósi loftslagsbreytinga Finnur Ricart Andrason, Inga Huld Ármann, Unnur Lárusdóttir og Rebekka Karlsdóttir skrifa 6. mars 2023 10:30 Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Finnur Ricart Andrason Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun