Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn til rannsóknar.
Greint var frá því síðdegis í gær að lögreglan leitaði enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við árásina sem varð um miðjan dag á laugardag. Fjórir menn voru á vettvangi þegar átök brutust út en tveir flúðu þaðan áður en lögreglu bar að garði. Mikill viðbúnaður var í Laugardal í kjölfarið og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út.
Hníf var beitt við árásina en meiðsli þess sem var fluttur á slysadeild voru ekki alvarleg og maðurinn útskrifaður fljótlega.