Innlent

Halda áfram leitinni að Stefáni Arnari í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni verður haldið áfram síðdegis í dag. Litlar vísbendingar hafa borist lögreglu vegna málsins.

Skúli Jónsson, stöðvarstjóri í Hafnarfirði, segir björgunarsveitarfólk munu koma að leitinni síðdegis í dag. Fjörur verði gengnar á Álftanesi, Bessastaðanesi og sömuleiðis í Kópavogi. Notast verður við dróna og báta við leitina.

Stefáns Arnars hefur verið leitað frá því á föstudag. Hann er 44 ára, búsettur í Arnarhrauni í Hafnarfirði og síðast var vitað um ferðir hans síðdegis á fimmtudag.

Þau sem geta gefið upplýsingar sem tengjast málinu eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.


Tengdar fréttir

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Lög­regla lýsir eftir Stefáni Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×