Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2023 14:14 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32