Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:31 Svanhildur Bogadóttir er borgarskjalavörður. Stöð 2/Einar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns.
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira