Endóvika Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:30 Vikan er helguð endómetríósu Hvað er endóvika? Jú það er vika til vitundavakningar og fræðslu og vekur verðskuldaða athygli á endómetríósu, sem einnig kallast legslímuflakk. Sjúkdóminn sem mátti ekki og var ekki talað um í áranna raðir. Endómetríósa, eða endó til styttingar, hrjáir konur og einstaklinga sem fæðast í kvenlíkama. Sjúkdómurinn er þeim þungbær. Hann er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur og afar sársaukafullur. Af þeim sem hafa sjúkdóminn eru um 60% með einkenni og um 20% með mjög sár einkenni. Endó leiðir til yfirborðsþekju endómetríósufruma á líffærum, sem bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum kvenlíkamans og valda bólgum eða jafnvel innvortis blæðingum. Þetta er ekki tæmandi talning einkenna, en þau hafa það öll sameiginlegt að reynast sársaukafull. Þetta er skæður sjúkdómur og það er löngu tímabært að við viðurkennum alvarleika hans og bregðumst við af fullri alvöru. Heilbrigðiskerfið tekur við sér Því er einstaklega ánægjulegt að sjá heilbrigðiskerfið taka meðhöndlun sjúkdómsins föstum tökum. Fræðsla hefur bæst til muna og ekki er lengur hvíslað um sjúkdóminn. Endometríósuteymi kvennadeildar Landspítalans vinnur með þverfaglegt teymi kvenlækningadeildar. Teymið sinnir sjúklingum með erfið einkenni sem eru í greiningarferli eða ef meðferð hefur ekki skilað árangri. Allt er þetta gert með það að markmiði að auka lífsgæði sjúklingsins. Samningur um kaup á aðgerðum Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, staðfest samning, sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn er stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra. Á sama tíma fá einstaklingar sem sjúkdómurinn hrjáir loksins viðurkenningu á því sem raunverulega er að hrjá þá. Sjúkdómurinn er ekki lengur „túrverkir“ sem á bara að harka af sér, heldur er þetta alvarlegur og sársaukafullur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Ég vil hvetja fólk til að sækja sér upplýsinga og fræðast um þennan sjúkdóm sem hefur ásótt svo marga eins og draugur. Færa hann í ljósið og styðja við þau sem sjúkdómurinn hrjáir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Vikan er helguð endómetríósu Hvað er endóvika? Jú það er vika til vitundavakningar og fræðslu og vekur verðskuldaða athygli á endómetríósu, sem einnig kallast legslímuflakk. Sjúkdóminn sem mátti ekki og var ekki talað um í áranna raðir. Endómetríósa, eða endó til styttingar, hrjáir konur og einstaklinga sem fæðast í kvenlíkama. Sjúkdómurinn er þeim þungbær. Hann er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur og afar sársaukafullur. Af þeim sem hafa sjúkdóminn eru um 60% með einkenni og um 20% með mjög sár einkenni. Endó leiðir til yfirborðsþekju endómetríósufruma á líffærum, sem bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum kvenlíkamans og valda bólgum eða jafnvel innvortis blæðingum. Þetta er ekki tæmandi talning einkenna, en þau hafa það öll sameiginlegt að reynast sársaukafull. Þetta er skæður sjúkdómur og það er löngu tímabært að við viðurkennum alvarleika hans og bregðumst við af fullri alvöru. Heilbrigðiskerfið tekur við sér Því er einstaklega ánægjulegt að sjá heilbrigðiskerfið taka meðhöndlun sjúkdómsins föstum tökum. Fræðsla hefur bæst til muna og ekki er lengur hvíslað um sjúkdóminn. Endometríósuteymi kvennadeildar Landspítalans vinnur með þverfaglegt teymi kvenlækningadeildar. Teymið sinnir sjúklingum með erfið einkenni sem eru í greiningarferli eða ef meðferð hefur ekki skilað árangri. Allt er þetta gert með það að markmiði að auka lífsgæði sjúklingsins. Samningur um kaup á aðgerðum Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, staðfest samning, sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn er stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra. Á sama tíma fá einstaklingar sem sjúkdómurinn hrjáir loksins viðurkenningu á því sem raunverulega er að hrjá þá. Sjúkdómurinn er ekki lengur „túrverkir“ sem á bara að harka af sér, heldur er þetta alvarlegur og sársaukafullur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Ég vil hvetja fólk til að sækja sér upplýsinga og fræðast um þennan sjúkdóm sem hefur ásótt svo marga eins og draugur. Færa hann í ljósið og styðja við þau sem sjúkdómurinn hrjáir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar