Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. mars 2023 15:01 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Greinargerðin var afhent Alþingi árið 2018 og forsætisnefnd hefur tekið sérstaka ákvörðun um að birta hana. Engu að síður situr forseti Alþingis á skjalinu og neitar að afhenda það eða upplýsa hvað kemur þar fram. Fyrirspurn minni var synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki „stjórnsýslu á vegum þingsins“, sbr. 3. mgr. 8. gr. þingskapalaga um fyrirspurnir til forseta. Það er rangt af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi er greinargerðin miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd sem margsinnis hefur verið fjallað um á fundum nefndarinnar og í bréfum forseta til stjórnvalda. Í öðru lagi liggur fyrir að forsætisnefnd hefur þegar tekið ákvörðun um að veittur skuli aðgangur að skjalinu á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að gildissvið þeirra taki til stjórnsýslu Alþingis. Sú ákvörðun forsætisnefndar getur ekki byggt á öðru en að skjalið sjálft tilheyri stjórnsýslu Alþingis. Í þriðja lagi kemur orðrétt fram í bréfi sem þáverandi forseti Alþingis sendi stjórn Lindarhvols ehf. 4. júní 2021 að málið væri „til skoðunar hjá forsætisnefnd Alþingis á þeim grundvelli að skjalið sé hluti af stjórnsýslu þess“. Þannig hefur forsætisnefnd sjálf haft skjalið til meðferðar á þeim forsendum að það sé beinlínis hluti af stjórnsýslu Alþingis. Að framansögðu má vera ljóst að fyrirspurnin uppfyllir skilyrði þingskapalaga. Synjun forseta á henni er ólögmæt og afgreiðsla meirihlutans á Alþingi gerræðisleg og setur hættulegt fordæmi. Greinargerðin sem ég spyr um var unnin af embættismanni Alþingis í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun