Sakar borgarskjalavörð um að hafa ítrekað farið með fleipur Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 15:00 Einar Þorsteinsson segist hafa séð borgarskjalavörð hafa farið ítrekað með fleipur. Formaður borgarráðs sakar borgarskjalavörð um að hafa farið ítrekað með fleipur í fjölmiðlum. Hann segir borgarfulltrúa Flokks fólksins og fleiri hafa étið umrædd ummæli „hrátt“ upp. Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“ Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Þetta kom fram í andsvari Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, í umræðu á borgarstjórnarfundi í dag um hvernig borgarstjórn eigi að endurheimta traust almennings. Mikið hefur verið fjallað um að leggja eigi Borgarskjalasafn niður. Málið hefur verið vægast sagt umdeild og hefur Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður gagnrýnt hana harðlega. Svanhildur segir til að mynda að þjónusta við borgarbúa eigi ekki eftir að batna við það að leggja safnið niður. Sama sé hægt að segja um eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Ekki komið úr draumum minnihlutans Andsvarið kemur í kjölfar eftirfarandi athugasemdar Kolbrúnar Baldursdóttur, formanns Flokks fólksins: „Vegna þess að borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson er ítrekað búinn að koma sjálfur inn á þetta borgarskjalamál sem sannarlega verður rætt hér á eftir þá langar mig bara að benda á það augljósa: Að viðtal eftir viðtal og grein eftir grein hefur starfsfólk og borgarskjalavörður sagt það og upplýst að það hafi einmitt verið lítið sem ekkert samráð. Þannig að þetta er ekkert bara komið úr draumum okkar minnihlutafulltrúanna. Þetta er frá fólkinu sjálfu þannig ég vill bara benda borgarfulltrúanum á það ef hann hefur ekki lesið fjölmiðlana að undanförnu. Og svo aðeins ein setning enn: Ég vil minna á að Flokkur fólksins hefur ítrekað boðist til, langað og virkilega óskað eftir því að fá að vera í samstarfi við meirihlutann. Ég get rakið það nánar síðar en þetta á borgarfulltrúinn Einar Þorsteinsson að vita. Bara frá því núna rétt fyrir jólin þá var ákveðið mál sem borgarfulltrúi Flokks fólksins langaði virkilega að taka þátt í en hefur ekki fengið að koma að enn.“ Þurfi ekki „vitleysuna“ til að mynda sér skoðun Einar svarar þessari athugasemd Kolbrúnar og sagðist ekki muna hvaða mál hún væri að tala um í lokin. „Við getum nú kannski rifjað þetta mál upp hér á ganginum á eftir, ég kannast ekki við hvaða mál þú ert að tala um,“ segir hann í andsvari sínu. „Ég hef séð borgarskjalavörð fara ítrekað með fleipur í fjölmiðlum og borgarfulltrúa Kolbrúnu Baldursdóttir éta það upp, hrátt, eins og aðra borgarfulltrúa. Gögnin eru bara skýr og þau hafa verið kynnt bæði í ráðum og í borgarráði. Það er hið rétta í málinu þannig ég þarf ekki að lesa fjölmiðlana og vitleysuna sem þar er til að mynda mér skoðun á málinu.“
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira