Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 12:18 Carlson hefur gerst uppvís að því að segja eitt á skjánum en annað bak við tjöldin og óvíst hvort hann trúir því sjálfur sem hann heldur fram um óeirðirnar. Getty/Jason Koerner Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira