Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Sabine Leskopf skrifar 8. mars 2023 13:00 Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Jafnréttismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar