Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Sabine Leskopf skrifar 8. mars 2023 13:00 Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Jafnréttismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun