„Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 09:01 Arnar Gunnlaugsson er nokkuð sáttur við leikmannahópinn þrátt fyrir fáar viðbætur. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn. Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira