Logið um trans fólk Daníel E. Arnarsson skrifar 9. mars 2023 11:00 Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land. Réttindabarátta og viðurkenning minnihlutahópa er ekki línulegt ferli og því miður sjáum við nú skýr merki þess sem gjarnan hefur verið nefnt bakslag í baráttunni. Þótt andúðin beinist að öllu hinsegin fólki, þá standa spjótin helst á trans fólki hér á Íslandi líkt og víða um hinn vestræna heim nú um stundir. Við hjá Samtökunum ’78 erum gjarnan spurð að því hvað veldur þessari óhugnanlegu afturför, en ljóst er að skýringin er margþætt. Árið 2019 voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt hér á landi, en með þeim fékk trans og intersex fólk löngu tímabæra réttarbót. Það er alþekkt í mannréttindabaráttu að þegar við stígum tvö skref fram þá getur það gerst að samfélagið stígi jafnharðan skref til baka. Þó svo að lögin standi og að trans og intersex fólk búi við kynrænt sjálfræði og líkamlega friðhelgi, þá hefur frumvarpið sannarlega truflað ákveðna hópa samfélagsins. Einnig má ætla að félagsleg einangrun vegna COVID-19 spili ákveðið hlutverk í þessu sambandi. Sumt fólk leitaði meira í samfélagsmiðla og misvandaða netmiðla sem fréttaefni, með þeim afleiðingum að misvísandi og oft rangar upplýsingar náðu fótfestu í umræðunni. Í samfélagi nútímans getur hver sem er stofnað fjölmiðil og tjáð skoðanir sínar, eða bókstaflega falsað fréttir sem eiga annað hvort við engin rök að styðjast eða rök sem vart halda vatni. Það vill svo til að fréttir um trans fólk í æsifréttastíl eru mikið lesnar, sem ýtir enn frekar undir vandann. Jafnvel meðal hinna viðurkenndu fjölmiðla höfum við tekið eftir því að fólk sem hefur nær enga þekkingu á hinsegintengdum málum mundar pennann og fær birtar greinar sem vekja athygli. Hinn almenni lesandi treystir þessum fjölmiðlum og það leiðir af sér að fólk telur sig vera að lesa sannleika. Trans fólk og réttarbætur þeim til handa verður skyndilega eitthvað sem virkilega þarf að hafa áhyggjur af. Þessar greinar eru settar fram undir því yfirskyni að þær séu að „spyrja spurninga“ eða „taka umræðuna“, en þegar lesið er á milli línanna geta þær ekki talist neitt annað en hatursáróður gagnvart ákveðnum hópi samfélagsins. Þetta er eitthvað sem samfélagið myndi jafnan ekki láta yfir sig ganga ef um aðra minnihlutahópa en hinsegin fólk væri að ræða. Trans fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart upplýsingaóreiðu og lygum, því almenningur hefur oft afar takmarkaða innsýn í veruleika þeirra. Það hefur færst í aukana að andstæðingar trans fólks noti þá taktík að handvelja fullyrðingar eða staðhæfingar úr viðurkenndum rannsóknum. Þannig vantar nauðsynlegt samhengi í þá sögu sem sögð er og upplýsingar vísvitandi afskræmdar. Slík vinnubrögð eru algeng í umræðunni um hormónameðferðir hjá trans börnum og unglingum, þar sem látið er í veðri vaka að öll börn sem vilja komast í hormónameðferð fái hana samstundis. Staðreyndin er sú að ekkert barn eða ungmenni undir 18 ára aldri fær hormóna eða hormónabælandi lyf (blokkera) á Íslandi nema að hafa farið í gegnum greiningar- og transteymi BUGL. Í því ferli eru bæði barnið og foreldar upplýst um allt sem meðferðin hefur í för með sér, m.a. allar þær aukaverkanir sem slík meðferð getur haft. Rannsókn eftir rannsókn hefur sýnt fram á að þrátt fyrir að slíkar meðferðir geti haft aukaverkanir eins og flest önnur læknismeðferð þá blikna þær í samanburði við afleiðingar aðgerðarleysis. Ávinningurinn af því að trans börn fái þjónustu er miklu meiri heldur en aukaverkanirnar nokkurn tímann. Þessar meðferðir eru veittar til að bjarga lífi fólks. Önnur mýta er sú að fólk sé markvisst sannfært um að það sé trans og ýtt í aðgerðir og hormónameðferðir án þess að viðeigandi viðtals- og sálfræðimeðferð hafi farið fram. Þetta er argasta þvæla. Trans fólk þarf þvert á móti að berjast fyrir því að fá að fara í aðgerðir. Einnig er því gjarnan kastað fram að stór hluti trans fólks sjái eftir aðgerðum sínum, en samkvæmt nýrri rannsókn [1] er um 0,3% sem finna til eftirsjár. Í öðrum aðgerðum, t.d. hnéliðaaðgerðum og augasteinsaðgerðum, er hlutfall þeirra sem finna til eftirsjár allt að 10% - eða þrjátíu sinnum hærra. Afleiðingar þess að þjónusta ekki trans fólk geta verið skelfilegar fyrir andlega líðan þeirra. Að vera trans er ekki geðrænn vandi út af fyrir sig, þótt flest trans fólk upplifi einhvern kynama, en hann er misalvarlegur. Hins vegar getur það valdið mjög alvarlegum kynama ef fólk fær ekki þá viðurkenningu og/eða þjónustu sem það þarf. Hann birtist t.d. í miklum kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Því miður hefur ekki tekist að bjarga öllum. Hin raunverulega ógn er að trans fólk fái ekki heilbrigðisþjónustu eða sæki sér ekki aðstoð vegna fordóma samfélagsins. Það er miklu alvarlegra mál heldur en allt annað í þessari umræðu allri. Andúð á hinsegin fólki hefur litað hana og afvegaleitt. Ef við viljum taka umræðuna um trans fólk, byrjum þá þar: „Af hverju fá þau ekki lífsnauðsynlega þjónustu?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 – félags hinsegin fólks á Íslandi. Heimildir: [1] “Regret after Gender Affirming Surgery – A Multidisciplinary Approach to a Multifaceted Patient Experience” Jedrzejewski, Breanna Y. MPH, MD1; Marsiglio, Mary C. PhD2; Guerriero, Jess MSW2; Penkin, Amy LCSW2; OHSU Transgender Health Program “Regret and Request for Reversal” workgroup; Berli, Jens U. MD1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Daníel E. Arnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land. Réttindabarátta og viðurkenning minnihlutahópa er ekki línulegt ferli og því miður sjáum við nú skýr merki þess sem gjarnan hefur verið nefnt bakslag í baráttunni. Þótt andúðin beinist að öllu hinsegin fólki, þá standa spjótin helst á trans fólki hér á Íslandi líkt og víða um hinn vestræna heim nú um stundir. Við hjá Samtökunum ’78 erum gjarnan spurð að því hvað veldur þessari óhugnanlegu afturför, en ljóst er að skýringin er margþætt. Árið 2019 voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt hér á landi, en með þeim fékk trans og intersex fólk löngu tímabæra réttarbót. Það er alþekkt í mannréttindabaráttu að þegar við stígum tvö skref fram þá getur það gerst að samfélagið stígi jafnharðan skref til baka. Þó svo að lögin standi og að trans og intersex fólk búi við kynrænt sjálfræði og líkamlega friðhelgi, þá hefur frumvarpið sannarlega truflað ákveðna hópa samfélagsins. Einnig má ætla að félagsleg einangrun vegna COVID-19 spili ákveðið hlutverk í þessu sambandi. Sumt fólk leitaði meira í samfélagsmiðla og misvandaða netmiðla sem fréttaefni, með þeim afleiðingum að misvísandi og oft rangar upplýsingar náðu fótfestu í umræðunni. Í samfélagi nútímans getur hver sem er stofnað fjölmiðil og tjáð skoðanir sínar, eða bókstaflega falsað fréttir sem eiga annað hvort við engin rök að styðjast eða rök sem vart halda vatni. Það vill svo til að fréttir um trans fólk í æsifréttastíl eru mikið lesnar, sem ýtir enn frekar undir vandann. Jafnvel meðal hinna viðurkenndu fjölmiðla höfum við tekið eftir því að fólk sem hefur nær enga þekkingu á hinsegintengdum málum mundar pennann og fær birtar greinar sem vekja athygli. Hinn almenni lesandi treystir þessum fjölmiðlum og það leiðir af sér að fólk telur sig vera að lesa sannleika. Trans fólk og réttarbætur þeim til handa verður skyndilega eitthvað sem virkilega þarf að hafa áhyggjur af. Þessar greinar eru settar fram undir því yfirskyni að þær séu að „spyrja spurninga“ eða „taka umræðuna“, en þegar lesið er á milli línanna geta þær ekki talist neitt annað en hatursáróður gagnvart ákveðnum hópi samfélagsins. Þetta er eitthvað sem samfélagið myndi jafnan ekki láta yfir sig ganga ef um aðra minnihlutahópa en hinsegin fólk væri að ræða. Trans fólk er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart upplýsingaóreiðu og lygum, því almenningur hefur oft afar takmarkaða innsýn í veruleika þeirra. Það hefur færst í aukana að andstæðingar trans fólks noti þá taktík að handvelja fullyrðingar eða staðhæfingar úr viðurkenndum rannsóknum. Þannig vantar nauðsynlegt samhengi í þá sögu sem sögð er og upplýsingar vísvitandi afskræmdar. Slík vinnubrögð eru algeng í umræðunni um hormónameðferðir hjá trans börnum og unglingum, þar sem látið er í veðri vaka að öll börn sem vilja komast í hormónameðferð fái hana samstundis. Staðreyndin er sú að ekkert barn eða ungmenni undir 18 ára aldri fær hormóna eða hormónabælandi lyf (blokkera) á Íslandi nema að hafa farið í gegnum greiningar- og transteymi BUGL. Í því ferli eru bæði barnið og foreldar upplýst um allt sem meðferðin hefur í för með sér, m.a. allar þær aukaverkanir sem slík meðferð getur haft. Rannsókn eftir rannsókn hefur sýnt fram á að þrátt fyrir að slíkar meðferðir geti haft aukaverkanir eins og flest önnur læknismeðferð þá blikna þær í samanburði við afleiðingar aðgerðarleysis. Ávinningurinn af því að trans börn fái þjónustu er miklu meiri heldur en aukaverkanirnar nokkurn tímann. Þessar meðferðir eru veittar til að bjarga lífi fólks. Önnur mýta er sú að fólk sé markvisst sannfært um að það sé trans og ýtt í aðgerðir og hormónameðferðir án þess að viðeigandi viðtals- og sálfræðimeðferð hafi farið fram. Þetta er argasta þvæla. Trans fólk þarf þvert á móti að berjast fyrir því að fá að fara í aðgerðir. Einnig er því gjarnan kastað fram að stór hluti trans fólks sjái eftir aðgerðum sínum, en samkvæmt nýrri rannsókn [1] er um 0,3% sem finna til eftirsjár. Í öðrum aðgerðum, t.d. hnéliðaaðgerðum og augasteinsaðgerðum, er hlutfall þeirra sem finna til eftirsjár allt að 10% - eða þrjátíu sinnum hærra. Afleiðingar þess að þjónusta ekki trans fólk geta verið skelfilegar fyrir andlega líðan þeirra. Að vera trans er ekki geðrænn vandi út af fyrir sig, þótt flest trans fólk upplifi einhvern kynama, en hann er misalvarlegur. Hins vegar getur það valdið mjög alvarlegum kynama ef fólk fær ekki þá viðurkenningu og/eða þjónustu sem það þarf. Hann birtist t.d. í miklum kvíða, þunglyndi, sjálfsskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Því miður hefur ekki tekist að bjarga öllum. Hin raunverulega ógn er að trans fólk fái ekki heilbrigðisþjónustu eða sæki sér ekki aðstoð vegna fordóma samfélagsins. Það er miklu alvarlegra mál heldur en allt annað í þessari umræðu allri. Andúð á hinsegin fólki hefur litað hana og afvegaleitt. Ef við viljum taka umræðuna um trans fólk, byrjum þá þar: „Af hverju fá þau ekki lífsnauðsynlega þjónustu?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 – félags hinsegin fólks á Íslandi. Heimildir: [1] “Regret after Gender Affirming Surgery – A Multidisciplinary Approach to a Multifaceted Patient Experience” Jedrzejewski, Breanna Y. MPH, MD1; Marsiglio, Mary C. PhD2; Guerriero, Jess MSW2; Penkin, Amy LCSW2; OHSU Transgender Health Program “Regret and Request for Reversal” workgroup; Berli, Jens U. MD1
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun