Dæmdir í fangelsi vegna mannskæða troðningsins Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 11:56 Suko Sutrisno , öryggisstjóri Arema FC, niðurlútur í réttarsal. Hann var dæmdur í ársfangelsi vegna troðningsins mannskæða. Dómari taldi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir skyldum sínum. EPA/Fully Handoko Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn. Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum. Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum.
Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12
Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04
Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44