Dramað heldur áfram og Diacre látin fjúka Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 13:54 Corinne Diacre var í dag rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakklands. Getty Nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru í að HM kvenna í fótbolta hefjist í Eyjaálfu hefur Corinne Diacre verið rekin úr starfi landsliðsþjálfara Frakka, eftir mikla óánægju nokkurra leikmanna með hennar störf. Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Á meðal lykilmanna sem hafa yfirgefið landsliðið vegna Diacre er fyrirliðinn Wendie Renard sem lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að hún væri hætt að spila fyrir Frakkland. Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani hættu einnig en ekki er ljóst nákvæmlega af hverju óánægja leikmannanna stafar, þó að ljóst sé að hún beinist gegn Diacre. Diacre sagði í gær að hún ætlaði sér ekki að hætta með landsliðið og að hún væri í áfalli yfir því ofbeldi og óheiðarleika sem hún hefði mátt þola af völdum þeirra sem vildu koma henni í burtu. Í dag lýsti franska knattspyrnusambandið því hins vegar yfir að Diacre hefði verið látin fara. Í yfirlýsingu franska sambandsins segir að upp hafi verið komin alvarleg staða sem ekki hafi verið hægt að bæta úr og því hefði þjálfarinn orðið að víkja. Þó var tekið fram að óviðunandi væri að leikmenn létu óánægju sína í ljós með þeim hætti sem þeir hefðu gert. Diacre tók við franska landsliðinu árið 2017 en þessi 48 ára gamli þjálfari er fyrrverandi landsliðskona Frakka og spilaði 121 leik fyrir sína þjóð. Franska sambandið hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara sem mun því stýra Frakklandi á HM í sumar. Frakkland er þar í riðli með Brasilíu, Jamaíka og Panama og spilar sinn fyrsta leik 23. júlí gegn Jamaíka.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira