Milljón íbúða verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2023 20:30 Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði. En af hverju þokast þessi mál svo lítið áfram og raun ber vitni. Vita stjórnvöld ekki af vandanum? Eða er þeim alveg sama? Ástandið á eftir að versna til muna áður en það getur batnað. En til að það geti komist í þann fasa að batna þarf að vera með plan, framsækni og kjark. Ekkert af þessu virðist eiga við um núverandi Ríkisstjórn eða sveitarfélögin. Það bendir hver á annan um orsakir og afleiðingar. Stöðugt er karpað um hvað þurfi að byggja mikið og hver eigi að gera það, svo er fallist í faðma um lægsta samnefnarann sem er aðgerðarleysið. Ég auglýsi hér með eftir framtakssömu stjórnmálafólki sem er tilbúið að hefja stórátak í húsnæðismálum. Framsækið fólk eins og það sem kom á og byggði upp Verkamannabústaðakerfið og Breiðholtið. Öflugri liðsheild eins og þeirra sem stóðu að milljón íbúða verkefninu í Svíþjóð á árunum 1965 til 1974 en þá voru byggðar milljón íbúðir á aðeins 10 árum, á landinu öllu. Og það tókst. Til að setja milljóna verkefnið í samhengi voru Svíar um 8 milljónir á þeim tíma. Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758. Ef við færum þessa tölu í húsnæðisátak af þeirri stærðargráðu, og gert var í Svíþjóð á sínum tíma, værum við að tala um 48.470 íbúðir á 10 árum fyrir litla Ísland. Sem er ekki langt frá því sem greiningaraðilar hafa talað um að þurfi til að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. Stöðugleika!! Og ef einhverjum fannst milljón íbúða verkefnið í Svíþjóð óraunhæft að stærðargráðu þá er þetta vandinn og sama þörfin sem við stöndum frami fyrir á Íslandi ef við horfum á þetta hlutfallslega miðað við höfðatölu. Ef Svíarnir gátu þetta hvað stoppar okkur þá? En staðan versnar bara og versnar. Rétt eins og heilbrigðiskerfið þar sem ferð á slysó kostar 8 tíma bið innan um fárveikt fólk á biðstofum og göngum spítalans, innan um örmagna starfsfólk sem er búið að hrópa sig raddlaust af neyðarköllum til stjórnvalda út af ástandinu. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tóku saman að það eru 14.001 íbúð sem í raun og veru væri hægt að byggja núna að því gefnu að lóðirnar séu byggingahæfar og þeir sem halda á lóðunum séu til í að fara af stað. Til í að fara af stað?? Hvað stoppar liggur ekki fyrir, og engin getur svarað. Stór byggingalönd eins og Keldnaholt (5.000 íbúðir) og Blikastaðaland (3.700 íbúðir) eru föst í hjólfari pólitískra teboða og ljóst þykir að ekki fari skófla þar niður næstu 2 til 3 árin. Það eru hinsvegar nóg til af byggingarhæfum lóðum víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hefja framkvæmdir við án tafar. En hvernig er staðan? Kaupendamarkaður er botnfrosinn og framboð á nýjum íbúðum mun dragast saman þar sem byggingaverktakar sjá fyrir sér að geta ekki selt það sem þeir byggja. Ef að fólk heldur að verið sé að vinna að stórkostlegri uppbyggingu á húsnæðismarkaði og það sé einungis tímaspursmál hvenær þetta leysist, hugsið ykkur um aftur! Fyrir nokkrum árum var settur á laggirnar starfshópur um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Þegar hann hafði lokið störfum og skilað af sér var skipaður nýr starfshópur um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Þegar hann skilaði af sér voru skipaðar nefndir. Innan um lausnamiðað nefndarfólk voru skipaðir einstaklingar sem engu vilja breyta og telja best að markaðurinn ráði för og sjái um málin. Þannig er þetta gert, og þannig tryggt að ekkert vitrænt kemur út úr nefndarstarfi eða starfshópum. Stjórnvöld fría sig allri ábyrgð með því að yppa öxlum og vísa á sömu starfshópa og nefndir sem okkur er talin trú um að séu að leysa málin. Ef eitthvað laumast í gegn sem gagnast getur fólkinu taka við fastanefndir Alþingis sem sjá um að þynna út úrræðin og tillögurnar svo þær verði eins gagnslausar og kostur er. Með öðrum örðum er stunduð grímulaus sérhagsmunagæsla og kerfisbundin vinna gegn framförum af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna. Árum saman hefur þessi vandi verið að byggjast upp og árum saman hefur verið ljóst í hvað stefnir. Og árum saman hafa stjórnvöld brugðist skyldum sínum gagnvart þjóðinni. Með því að sýna vítavert aðgerðar og ábyrgðaleysi og lágmarks viðleitni í að bregðast við vandanum. Nokkrir punktar sem hafa ber í huga um ástandið. 1. Biðlistar hjá Bjargi eru að nálgast 3.000 og hafa tvöfaldast á rúmu ári, en við sem stöndum að Bjargi stefnum í að hafa byggt 1.000 íbúðir á þessu ári og það á aðeins fimm árum. Allar á kostnaðar og tíma áætlun. En gætum byggt miklu, margfalt meira ef áhugi væri fyrir. 2. Fjölmörg dæmi eru um að 100 til 200 einstaklingar sæki um hverja lausa íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu og eru leigusalar að taka við hringingum frá niðurbrotnu og örvæntingafullu fólki sem er tilbúið að gera nánast hvað sem er fyrir þak yfir höfuðið. 3. Óverðtryggðu húsnæðilánin hjá þeim sem ekki festu vexti hafa tvöfaldast í greiðslubyrði og þúsundir heimila verða komin í sömu stöðu innan 20 mánaða. 4. Verðtryggðu lánin eru að éta upp eiginfjármyndun hjá lágtekjuhópum og ungu fólki og stefnir hraðbyr í að eignastaða þeirra verði neikvæð. 5. Leigufélög eins og Alma notfæra sér sára neyð fólks í græða meira í skjóli stjórnvalda. Eigendur Ölmu kalla svo eftir sífellt hærri húsaleigubótum til að geta hækkað enn meira. 6. Hreinar vaxtatekjur bankanna jukust um á fjórða tug milljarða á síðasta ári og vilja þeir enn meira, og meira frá vinveittum Seðlabankanum. Eina sem stjórnmálin kunna við þessu er að auka vaxtabætur til að niðurgreiða okrið. Sem dæmi má nefna hafa Danir eins og Svíar fundið leiðir til að leysa vandann. Og það fyrir áratugum síðan, en þá settu Danir vaxtaþak á húsnæðislán. 7. Dæmi um leigu á opnum markaði: 3.herbergja íbúð við Tangabryggju í vogahverfi var auglýst til leigu í síðustu viku á 375.000 kr. Á mánuði. Sambærileg íbúð við Tangabryggju hjá Bjargi (blokkinni fyrir framan) er í útleigu á 166.475 kr. Frá þessu dragast húsaleigubætur. VR ásamt ASÍ og BSRB hafa síðustu ár tekið forystu í húsnæðismálum. Ber þar hæst stofnun Bjargs íbúðafélags og nú nýlega Blær sem er ætlað að koma til móts við alla tekjuhópa á leigumarkaði ásamt því að bjóða upp á fjölbreyttari búsetuúrræði en áður hefur þekkst hér á landi, bæði til kaups og leigu. Við getum tekið þetta verkefni að okkur og höfum boðist til þess. En til þass vantar vilja, framtak, fjármagn og byggingarhæfar lóðir. Við getum byggt það sem vantar, með því að byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum nú þegar. Við getum byggt á því sem öðrum hefur tekist að gera og gert vel. Fulltrúar frá VR, að mér meðtöldum, hafa setið fyrir hönd ASÍ í þeim fjölmörgu starfshópum og nefndum á vegum stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Við höfum beitt okkur af mikilli festu í orðræðunni vegna stöðunnar á leigumarkaði sem og vegna versnandi lánakjara þeirra sem eiga húsnæði. VR hefur stutt diggilega við bakið á Samtökum leigjenda, með beinum fjárstuðningi. Við höfum átt fjölda funda með eigendum og stjórnendum leigufélaganna og beitt okkur opinberlega fyrir hönd þeirra sem höllustum fæti standa á leigumarkaði. Við höfum átt í góðu samstarfi við Neytendasamtökin þar sem VR fjármagnar málsókn gegn bönkunum sem samtökin hafa stefnt vegna ólögmætra lánaskilmála er varða vaxtabreytingar. Við höfum fundað með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna og SA og haldið fjölda kynninga um mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu á íbúðamarkaði eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við höfum kallað eftir lagabreytingum um auknar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til uppbyggingar á húsnæðismarkaði. Við höfum kallað eftir vaxtaþaki á húsnæðislánin og hvalrekaskatti á bankana. Við höfum árum saman bent á þann gríðarlega vanda sem nú er uppi á húsnæðis og lánamarkaði. Við höfum ítrekað skorað á stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er þyngra en tárum taki að ástandið á eftir að versna til muna áður en það getur batnað. En það er enn von og það eru enn leiðir til að koma í veg fyrir að almenningur muni standa í sömu sporum og í eftirmálum hrunsins 2008. En það má engan tíma missa. En til þess þurfa stjórnmálin að vakna og taka hendur úr vösum og taka til verka. Efndir en ekki nefndir og setja fólkið í landinu og framtíðar kynslóðir í fyrsta sæti, til tilbreytingar. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Neytendur Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði. En af hverju þokast þessi mál svo lítið áfram og raun ber vitni. Vita stjórnvöld ekki af vandanum? Eða er þeim alveg sama? Ástandið á eftir að versna til muna áður en það getur batnað. En til að það geti komist í þann fasa að batna þarf að vera með plan, framsækni og kjark. Ekkert af þessu virðist eiga við um núverandi Ríkisstjórn eða sveitarfélögin. Það bendir hver á annan um orsakir og afleiðingar. Stöðugt er karpað um hvað þurfi að byggja mikið og hver eigi að gera það, svo er fallist í faðma um lægsta samnefnarann sem er aðgerðarleysið. Ég auglýsi hér með eftir framtakssömu stjórnmálafólki sem er tilbúið að hefja stórátak í húsnæðismálum. Framsækið fólk eins og það sem kom á og byggði upp Verkamannabústaðakerfið og Breiðholtið. Öflugri liðsheild eins og þeirra sem stóðu að milljón íbúða verkefninu í Svíþjóð á árunum 1965 til 1974 en þá voru byggðar milljón íbúðir á aðeins 10 árum, á landinu öllu. Og það tókst. Til að setja milljóna verkefnið í samhengi voru Svíar um 8 milljónir á þeim tíma. Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758. Ef við færum þessa tölu í húsnæðisátak af þeirri stærðargráðu, og gert var í Svíþjóð á sínum tíma, værum við að tala um 48.470 íbúðir á 10 árum fyrir litla Ísland. Sem er ekki langt frá því sem greiningaraðilar hafa talað um að þurfi til að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. Stöðugleika!! Og ef einhverjum fannst milljón íbúða verkefnið í Svíþjóð óraunhæft að stærðargráðu þá er þetta vandinn og sama þörfin sem við stöndum frami fyrir á Íslandi ef við horfum á þetta hlutfallslega miðað við höfðatölu. Ef Svíarnir gátu þetta hvað stoppar okkur þá? En staðan versnar bara og versnar. Rétt eins og heilbrigðiskerfið þar sem ferð á slysó kostar 8 tíma bið innan um fárveikt fólk á biðstofum og göngum spítalans, innan um örmagna starfsfólk sem er búið að hrópa sig raddlaust af neyðarköllum til stjórnvalda út af ástandinu. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tóku saman að það eru 14.001 íbúð sem í raun og veru væri hægt að byggja núna að því gefnu að lóðirnar séu byggingahæfar og þeir sem halda á lóðunum séu til í að fara af stað. Til í að fara af stað?? Hvað stoppar liggur ekki fyrir, og engin getur svarað. Stór byggingalönd eins og Keldnaholt (5.000 íbúðir) og Blikastaðaland (3.700 íbúðir) eru föst í hjólfari pólitískra teboða og ljóst þykir að ekki fari skófla þar niður næstu 2 til 3 árin. Það eru hinsvegar nóg til af byggingarhæfum lóðum víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hefja framkvæmdir við án tafar. En hvernig er staðan? Kaupendamarkaður er botnfrosinn og framboð á nýjum íbúðum mun dragast saman þar sem byggingaverktakar sjá fyrir sér að geta ekki selt það sem þeir byggja. Ef að fólk heldur að verið sé að vinna að stórkostlegri uppbyggingu á húsnæðismarkaði og það sé einungis tímaspursmál hvenær þetta leysist, hugsið ykkur um aftur! Fyrir nokkrum árum var settur á laggirnar starfshópur um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Þegar hann hafði lokið störfum og skilað af sér var skipaður nýr starfshópur um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Þegar hann skilaði af sér voru skipaðar nefndir. Innan um lausnamiðað nefndarfólk voru skipaðir einstaklingar sem engu vilja breyta og telja best að markaðurinn ráði för og sjái um málin. Þannig er þetta gert, og þannig tryggt að ekkert vitrænt kemur út úr nefndarstarfi eða starfshópum. Stjórnvöld fría sig allri ábyrgð með því að yppa öxlum og vísa á sömu starfshópa og nefndir sem okkur er talin trú um að séu að leysa málin. Ef eitthvað laumast í gegn sem gagnast getur fólkinu taka við fastanefndir Alþingis sem sjá um að þynna út úrræðin og tillögurnar svo þær verði eins gagnslausar og kostur er. Með öðrum örðum er stunduð grímulaus sérhagsmunagæsla og kerfisbundin vinna gegn framförum af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna. Árum saman hefur þessi vandi verið að byggjast upp og árum saman hefur verið ljóst í hvað stefnir. Og árum saman hafa stjórnvöld brugðist skyldum sínum gagnvart þjóðinni. Með því að sýna vítavert aðgerðar og ábyrgðaleysi og lágmarks viðleitni í að bregðast við vandanum. Nokkrir punktar sem hafa ber í huga um ástandið. 1. Biðlistar hjá Bjargi eru að nálgast 3.000 og hafa tvöfaldast á rúmu ári, en við sem stöndum að Bjargi stefnum í að hafa byggt 1.000 íbúðir á þessu ári og það á aðeins fimm árum. Allar á kostnaðar og tíma áætlun. En gætum byggt miklu, margfalt meira ef áhugi væri fyrir. 2. Fjölmörg dæmi eru um að 100 til 200 einstaklingar sæki um hverja lausa íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu og eru leigusalar að taka við hringingum frá niðurbrotnu og örvæntingafullu fólki sem er tilbúið að gera nánast hvað sem er fyrir þak yfir höfuðið. 3. Óverðtryggðu húsnæðilánin hjá þeim sem ekki festu vexti hafa tvöfaldast í greiðslubyrði og þúsundir heimila verða komin í sömu stöðu innan 20 mánaða. 4. Verðtryggðu lánin eru að éta upp eiginfjármyndun hjá lágtekjuhópum og ungu fólki og stefnir hraðbyr í að eignastaða þeirra verði neikvæð. 5. Leigufélög eins og Alma notfæra sér sára neyð fólks í græða meira í skjóli stjórnvalda. Eigendur Ölmu kalla svo eftir sífellt hærri húsaleigubótum til að geta hækkað enn meira. 6. Hreinar vaxtatekjur bankanna jukust um á fjórða tug milljarða á síðasta ári og vilja þeir enn meira, og meira frá vinveittum Seðlabankanum. Eina sem stjórnmálin kunna við þessu er að auka vaxtabætur til að niðurgreiða okrið. Sem dæmi má nefna hafa Danir eins og Svíar fundið leiðir til að leysa vandann. Og það fyrir áratugum síðan, en þá settu Danir vaxtaþak á húsnæðislán. 7. Dæmi um leigu á opnum markaði: 3.herbergja íbúð við Tangabryggju í vogahverfi var auglýst til leigu í síðustu viku á 375.000 kr. Á mánuði. Sambærileg íbúð við Tangabryggju hjá Bjargi (blokkinni fyrir framan) er í útleigu á 166.475 kr. Frá þessu dragast húsaleigubætur. VR ásamt ASÍ og BSRB hafa síðustu ár tekið forystu í húsnæðismálum. Ber þar hæst stofnun Bjargs íbúðafélags og nú nýlega Blær sem er ætlað að koma til móts við alla tekjuhópa á leigumarkaði ásamt því að bjóða upp á fjölbreyttari búsetuúrræði en áður hefur þekkst hér á landi, bæði til kaups og leigu. Við getum tekið þetta verkefni að okkur og höfum boðist til þess. En til þass vantar vilja, framtak, fjármagn og byggingarhæfar lóðir. Við getum byggt það sem vantar, með því að byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum nú þegar. Við getum byggt á því sem öðrum hefur tekist að gera og gert vel. Fulltrúar frá VR, að mér meðtöldum, hafa setið fyrir hönd ASÍ í þeim fjölmörgu starfshópum og nefndum á vegum stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði. Við höfum beitt okkur af mikilli festu í orðræðunni vegna stöðunnar á leigumarkaði sem og vegna versnandi lánakjara þeirra sem eiga húsnæði. VR hefur stutt diggilega við bakið á Samtökum leigjenda, með beinum fjárstuðningi. Við höfum átt fjölda funda með eigendum og stjórnendum leigufélaganna og beitt okkur opinberlega fyrir hönd þeirra sem höllustum fæti standa á leigumarkaði. Við höfum átt í góðu samstarfi við Neytendasamtökin þar sem VR fjármagnar málsókn gegn bönkunum sem samtökin hafa stefnt vegna ólögmætra lánaskilmála er varða vaxtabreytingar. Við höfum fundað með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna og SA og haldið fjölda kynninga um mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu á íbúðamarkaði eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við höfum kallað eftir lagabreytingum um auknar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til uppbyggingar á húsnæðismarkaði. Við höfum kallað eftir vaxtaþaki á húsnæðislánin og hvalrekaskatti á bankana. Við höfum árum saman bent á þann gríðarlega vanda sem nú er uppi á húsnæðis og lánamarkaði. Við höfum ítrekað skorað á stjórnvöld að grípa til aðgerða. Það er þyngra en tárum taki að ástandið á eftir að versna til muna áður en það getur batnað. En það er enn von og það eru enn leiðir til að koma í veg fyrir að almenningur muni standa í sömu sporum og í eftirmálum hrunsins 2008. En það má engan tíma missa. En til þess þurfa stjórnmálin að vakna og taka hendur úr vösum og taka til verka. Efndir en ekki nefndir og setja fólkið í landinu og framtíðar kynslóðir í fyrsta sæti, til tilbreytingar. Höfundur er formaður VR.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun