Húsnæðismarkaðurinn, Framsókn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 9. mars 2023 22:00 Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun