Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2023 22:44 Albert Sveinsson er skipstjóri á Víkingi AK sem var að landa 2.300 tonnum í Akraneshöfn í dag. Egill Aðalsteinsson Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá Akranesi þar sem verið var að landa 2.300 tonnum úr Víkingi AK. Loðnan veiddist í norðanverðum Faxaflóa upp undir Arnarstapa og var henni dælt inn í hrognavinnslu Brims þar sem unninn er úr henni kavíar, langverðmætasta afurðin. Á bryggjunni var Albert Sveinsson skipstjóri spurður um hvernig vertíðin hefði gengið. „Þetta hefur bara verið frábær veiði og mikið af loðnu.“ Víkingur AK að loðnuveiðum í norðanverðum Faxaflóa. Verið er að dæla loðnunni úr nótinni og inn í lestar skipsins.Sigurjón Ólason -Og nú er hún að ná hámarki? „Hún er að ná hámarki. Kominn hundrað prósent þroski og styttist í hrygningu á þessari loðnu sem við erum að veiða núna.“ -Hvað eigið þið marga daga eftir? „Það er ómögulegt að segja. Það er allavega góð veiði ennþá. Ég var að tala við þá á miðunum rétt áðan og það var mokveiði í dag út af Reykjanesi.“ Loðna um borð í Beiti NK. Verið er að dæla henni úr nót grænlenska skipsins Polar Amaroq, sem sést hægra megin. Efst til vinstri grillir í Snæfellsjökul.Sigurjón Ólason -Þannig að núna er loðnuævintýrið í hámarki? „Það er í hámarki.“ -Farmurinn sem þið eruð að koma með að landi, kannski 150 milljóna króna virði? „Það gæti verið eitthvað svoleiðis. Ef það kemur mikið af hrognum og borgað þokkalegt verð, þá gæti það verið það.“ Frá loðnuveiðum. Guðrún Þorkelsdóttir SU hringar nótina utan um loðnutorfu í norðanverðum Faxaflóa.Sigurjón Ólason -Og miðað við að það væru kannski landanir tíu skipa á dag, þetta eru kannski einn til tveir milljarðar sem eru að berast á land á hverjum degi? „Já, það gerist mikið á stuttum tíma,“ svarar Albert skipstjóri. Frá loðnuveiðum í norðanverðum Faxaflóa. Sigurður VE, Víkingur AK og Polar Amaroq.KMU Já, loðnuflotinn er þessa dagana að koma með eins til tveggja milljarða króna verðmæti að landi á hverjum sólarhring, það er að segja áður en loðnan hrygnir og drepst. Þetta er því gríðarleg spenna næstu daga. Flotinn gæti átt eina viku eftir, kannski tvær vikur, en lokaspretturinn ræðst ekki síst af því hvort líkleg vestanganga muni skila vænlegum afla. Það virðist þó stefna í að þetta verði vart minna en 40 til 50 milljarða króna loðnuvertíð að þessu sinni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Brim Efnahagsmál Tengdar fréttir Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 „Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá Akranesi þar sem verið var að landa 2.300 tonnum úr Víkingi AK. Loðnan veiddist í norðanverðum Faxaflóa upp undir Arnarstapa og var henni dælt inn í hrognavinnslu Brims þar sem unninn er úr henni kavíar, langverðmætasta afurðin. Á bryggjunni var Albert Sveinsson skipstjóri spurður um hvernig vertíðin hefði gengið. „Þetta hefur bara verið frábær veiði og mikið af loðnu.“ Víkingur AK að loðnuveiðum í norðanverðum Faxaflóa. Verið er að dæla loðnunni úr nótinni og inn í lestar skipsins.Sigurjón Ólason -Og nú er hún að ná hámarki? „Hún er að ná hámarki. Kominn hundrað prósent þroski og styttist í hrygningu á þessari loðnu sem við erum að veiða núna.“ -Hvað eigið þið marga daga eftir? „Það er ómögulegt að segja. Það er allavega góð veiði ennþá. Ég var að tala við þá á miðunum rétt áðan og það var mokveiði í dag út af Reykjanesi.“ Loðna um borð í Beiti NK. Verið er að dæla henni úr nót grænlenska skipsins Polar Amaroq, sem sést hægra megin. Efst til vinstri grillir í Snæfellsjökul.Sigurjón Ólason -Þannig að núna er loðnuævintýrið í hámarki? „Það er í hámarki.“ -Farmurinn sem þið eruð að koma með að landi, kannski 150 milljóna króna virði? „Það gæti verið eitthvað svoleiðis. Ef það kemur mikið af hrognum og borgað þokkalegt verð, þá gæti það verið það.“ Frá loðnuveiðum. Guðrún Þorkelsdóttir SU hringar nótina utan um loðnutorfu í norðanverðum Faxaflóa.Sigurjón Ólason -Og miðað við að það væru kannski landanir tíu skipa á dag, þetta eru kannski einn til tveir milljarðar sem eru að berast á land á hverjum degi? „Já, það gerist mikið á stuttum tíma,“ svarar Albert skipstjóri. Frá loðnuveiðum í norðanverðum Faxaflóa. Sigurður VE, Víkingur AK og Polar Amaroq.KMU Já, loðnuflotinn er þessa dagana að koma með eins til tveggja milljarða króna verðmæti að landi á hverjum sólarhring, það er að segja áður en loðnan hrygnir og drepst. Þetta er því gríðarleg spenna næstu daga. Flotinn gæti átt eina viku eftir, kannski tvær vikur, en lokaspretturinn ræðst ekki síst af því hvort líkleg vestanganga muni skila vænlegum afla. Það virðist þó stefna í að þetta verði vart minna en 40 til 50 milljarða króna loðnuvertíð að þessu sinni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Brim Efnahagsmál Tengdar fréttir Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 „Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00
„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32