Að anda í bréfpoka Sigmar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 07:00 Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun