Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2023 08:02 Málið hefur valdið nokkurri spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Hector Vivas Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Sjá meira
Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Sjá meira