Vatnið á jörðinni eldra en sólkerfið sjálft Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 13:29 Efnisskífa í kringum stjörnuna V883 Orionis. Samsetning vatnsgufu í henni bendir líkist mjög þeirri sem er í sólkerfinu okkar. ESO/L. Calçada Rannsóknir stjörnufræðinga á efnisskífu í kringum fjarlæga frumstjörnu rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið á jörðinni sé enn eldra en sólkerfið sjálft. Talið er að vatnið hafi orðið til í geimnum á milli stjarnanna og á endanum borist til jarðarinnar með halastjörnum. Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ekki er vitað með vissu hvernig vatnið sem er undirstaða lífs á jörðinni varð fyrst til eða hvernig það barst til hennar. Stjörnufræðingar fundu nýlega það sem þeir kalla týndan hlekk í umhverfi stjörnunnar V883 Orionis. Hún er svonefnd frumstjarna, aðeins um 500 milljón ára gömul, sem er að verða til úr gas- og rykskýi nærri Sverðþokunni í Óríon í um 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Í kringum frumstjörnuna er gas- og rykskífa sem úr verður sólkerfi á endanum. Stjörnufræðingar notuðu ALMA-útvarpssjónaukann í Síle til þess að rannsaka vatngufu í skífunni. Þeir komust að því að henni svipaði mjög efnafræðilega til vatns á jörðinni og annars staðar í sólkerfinu okkar, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Til þess að rekja uppruna vatnsins könnuðu vísindamennirnir hlutfall svonefnda þungs vatns annars vegar og hefðbundins vatns hins vegar. Þungt vatn er vatnssameind sem er samsett úr tvívetni, þyngri samsætu vetnis, og tveimur súrefnisatómum. Venjulegt vatn og þungt vatn verða til við mismunandi aðstæður í efnisskífum og því er hægt að nota hlutfallið á milli þeirra til þess að rekja myndunarstað vatnsins. Rannsóknir af þessu tagi sýna til dæmis þess að hlutfall vatns og þungs vatns sé svipað í halastjörnum annars vegar og á jörðinni hins vegar. Það þykir benda til þess að vatn hafi að hluta til borist til jarðar við árekstur halastjarna. „Efnafræðileg uppbygging vatns í skífunni líkist mjög efnauppbyggingu vatns í halastjörnum í sólkerfinu okkar. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið í sólkerfinu okkar hafi orðið til milljörðum ára fyrr í geimnum milli stjarnanna, áður en sólin okkar myndaðist, og erfst svo til óbreytt í halastjörnum og jörðinni,“ segir John Tobin, stjörnufræðingur við Útvarpsathuganastofnun Bandaríkjanna og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í Nature.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira