Nýtur sín vel í hröðum leikstíl Finnanna og segir samskiptin að mestu vera á sænsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2023 10:01 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram og finnska landsliðsins. vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var að vonum ánægður eftir fyrsta keppnisleikinn með finnska landsliðinu. Finnar unnu þá Slóvaka, 30-27, í undankeppni EM 2024. Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum. EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira