Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 17:45 Betis mættu með læti á Old Trafford. Í stúkunni allavega. Ash Donelon/Getty Images Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira