DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 16:20 Ron DeSantis hefur enn ekki lýst opinberlega yfir framboði til forseta en Donald Trump er strax byrjaður að vinna með uppnefni á hann. Trump hefur meðal annars kallað hann Skinhelga Ron (e. Ron DeSanctimonious). AP/Phil Sears Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15