Fótboltasérfræðingur settur á bekkinn fyrir að líkja stjórnvöldum við nasista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2023 16:40 Lineker er kominn í tímabundið leyfi vegna ummæla sinna um útlendingafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar. AP/James Manning Breska ríkisútvarpið hefur sent einn vinsælasta sjónvarpsmann landsins í tímabundið leyfi vegna gagnrýni hans á útlendingafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar innanríkisráðherra að hann geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist mannréttindasáttmála Evrópu. Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining. Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining.
Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39
BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31