Af hverju býð ég mig fram til formanns VR Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 12. mars 2023 13:30 Ég legg áherslu á að þau mikilvægu mál sem VR hefur haldið uppi síðastliðin ár, líkt og húsnæðis-, kjara- og lífeyrismál og málefni eldri borgara fái áfram brautargengi. Önnur mál sem koma félagsfólki okkar og samfélaginu öllu við eru þó ekki síður mikilvæg og nauðsynlegt að halda á lofti, enda er VR stærsta stéttarfélagið á Íslandi og á ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að hvers kyns samfélagslegum málefnum. Þar ber helst að nefna jafnréttis- og mannréttindamál, umhverfismál, starfsmenntamál, atvinnulýðræði, málefni ungs fólks og jaðarsettra hópa, orlofsmál, sveigjanleg starfslok og styttingu vinnuvikunnar. Málefni sem mörg hver endurspeglast í kröfugerð félagsfólksins sem við vinnum nú eftir í áframhaldandi kjaraviðræðum. Samtakamáttur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur í öllu okkar starfi, en þó sérstaklega þegar kemur að aðhaldi við stjórnvöld og atvinnurekendur. Fjöldi fólks sem nær ekki að lifa á laununum sínum eykst og margt í okkar samfélagi og vinnuumhverfi heldur fólki í fátæktargildru. Það er ólíðandi með öllu. Saman þurfum við að tryggja að hér ríki sanngjarn vinnumarkaður þar sem öll geta lagt sitt af mörkum og lifað góðu lífi á tekjum sínum, bæði yfir starfsævina og þegar henni lýkur. VR á að vera þar í fararbroddi enda hefur félagið hingað til verið þekkt fyrir frumkvæði og drifkraft, þekkingu, traust og trúverðugleika. Jafnrétti og fjölbreytileiki auðgar samfélög og vinnustaði Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja vel við jaðarsetta hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordóma heyri sögunni til. VR þarf að endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu sem snýr að jafnrétti og mannréttindum og halda á lofti þeim fjölmörgu kostum sem fjölbreytt samfélag og vinnumarkaður hefur í för með sér. Launaleynd er eitt af því sem ýtir undir margs konar misrétti, þar á meðal kynbundinn launamun, og hana þarf að uppræta eigi hér að ríkja gagnsær og sanngjarn vinnumarkaður. Kynbundið ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu, þrátt fyrir lög sem leggja bann við slíku, og mikið bakslag hefur átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks. Til þess að uppræta fordóma, misrétti og ofbeldi þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, auk þess sem efla þarf fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum við brotum á lögum. Ungt fólk og útlendingar eru þeir hópar sem eru hvað mest útsettir fyrir misrétti og mismunun á vinnumarkaðnum, en þessir hópar sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku atvinnulífi eru oftar en ekki ómeðvituð um réttindi sín. Unga fólkið er stærsti hópur félagsfólks VR og félagið á að huga vel að honum og taka þátt í því að gera líf ungs fólks auðveldara á mismunandi tímabilum í lífinu, eins og til dæmis með sérstakri félagsaðild þegar það sækir sér menntun og stuðningi þegar það hefur vegferð sína á vinnumarkaðnum og stofnar fjölskyldu, svo fátt eitt sé nefnt. VR vinnur frábært starf þegar kemur að fræðslu fyrir ungt fólk á aldrinum 15-17 ára en það er mikilvægt að stuðla að enn meiri fræðslu og ná til enn breiðari hóps og ættu vinnumarkaðsmál að verða hluti af námsskránni í grunnskólum. Auk þess er löngu kominn tími á að stofna ungliðaráð í VR og tryggja þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku innan félagsins. Útlendingar eru nú um 14% félagsfólks VR og sá hópur fer stækkandi. Það þarf að halda vel utan um þennan hóp með góðu upplýsingaflæði og fræðslu og vinnumarkaðsmál ættu að vera stór hluti af ferlinu þegar við tökum hér á móti útlendingum. Þekking á vinnumarkaðnum, réttindum og skyldum er ein besta leiðin til að stuðla að valdeflingu fólks í atvinnulífinu og koma í veg fyrir misrétti á vinnumarkaðnum. Það er mikilvægt að herða vinnueftirlit og styrkja innviði og kerfi sem snúa að réttindum og öryggi launafólks. Mannréttindi en ekki lúxusvara Að eiga þak fyrir höfuðið eru mannréttindi. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er langt frá því að vera sanngjarn eða sjálfbær og bæði leigjendur og eigendur glíma við alls kyns áskoranir. Það þarf að lyfta grettistaki í húsnæðismálum og tryggja almenningi raunverulegt val milli leigu og fasteignakaupa með auknu framboði á fjölbreyttu húsnæði. Það þarf að koma á leiguþaki, meðal annars, til að stemma stigu við hækkandi leiguverði og koma í veg fyrir að hagnaðardrifin leigufélög geti keypt hér upp húsnæðismarkaðinn og stuðlað þannig að hækkandi leiguverði. Þá væri ráð að kanna ávinning af því að koma á búsetuskyldu líkt og viðgengst til dæmis í Danmörku og koma þannig í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn í heild sé í eigu fárra einstaklinga. VR á að vera öflugt aðhald í þessari baráttu, sem og annarri, og eiga frumkvæði að þríhliða samvinnu verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekenda við að gera húsnæðismarkaðinn að því sem hann á að vera: Mannréttindi fólks en ekki lúxusvara. Loftslagsváin sem vofir yfir okkur er mannréttindamál og það er mikilvægt að umbreytingin yfir í grænni orku og aðrar umhverfisvænni lausnir sé réttlát og geri ráð fyrir okkur öllum. Stóru fyrirtækin sem menga mest þurfa að axla ábyrgð, almenningur á ekki að borga brúsann fyrir losun fyrirtækjanna. Það er ekki síður verkalýðshreyfingin sem þarf að takast á við þær áskoranir sem fylgja loftslagsvánni og standa vörð um hagsmuni félagsfólks, halda stjórnvöldum við efnið og tryggja að aðgerðir stjórnvalda gegn þessari stærstu vá okkar tíma bitni ekki illa á launafólki. Á sama tíma þarf að gera almenningi kleift að taka þátt í grænum umskiptum og umhverfisvernd. Stytting vinnuvikunnar er stórt umhverfismál, líkt og hún er jafnréttis- og velferðarmál, og með auknum frítíma getur almenningur tamið sér betri og umhverfisvænni venjur. Stjórnvöld þurfa að hafa það að leiðarljósi í sinni vinnu við orkuskiptin og við í verkalýðshreyfingunni þurfum að vera dugleg að minna á það. Um þetta, og svo margt meira, snúast réttlát umskipti og VR þarf að standa vaktina þegar kemur að þeim málum. Valdefling félagsfólks í fyrirrúmi Atvinnulýðræði er algengt í nágrannaríkjum okkar en það fer lítið fyrir því hér. Rannsóknir sýna að það að gefa starfsfólki fyrirtækja kost á að sitja í stjórnum þeirra hefur í för með sér meira og betra samtal, meiri skilning, minna launabil milli ólíkra hópa, meiri starfsánægju og í heildina betri afkomu fyrirtækja. VR þarf að beita sér fyrir því að gera atvinnulýðræði að eðlilegum hluta af atvinnulífinu. Vinnumarkaðurinn er að breytast og ýmis störf að hverfa með tilkomu tækninýjunga. Það er skylda verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda að lyfta starfsmenntamálum upp á hærra plan og tryggja að launafólk sé meðvitað um- og eigi greiðan aðgang að sí- og endurmenntun til að takast á við þær áskoranir sem bæði nútíminn og framtíðin bera í skauti sér. Starfsfólk VR vinnur gott og öflugt starf í þágu starfsmenntamála. Það starf þarf að efla enn frekar til að stuðla að valdeflingu félagsfólks og tryggja að starfsþróun þess fylgi þróun á vinnumarkaði. Framboð í þágu hins almenna félaga í VR Grasrótin er mikilvæg í allri hagsmunabaráttu. Því vil ég auka samtalið við félagsfólkið í VR hvar á félagssvæðinu sem það er, en í VR eru rétt tæplega 40 þúsund félagar á sex svæðum víða um landið. Aukið samtal og samstarf við útstöðvar félagsins og grasrótina styrkja innra starfið og stuðla þannig að sterkari samstöðu innan félagsins. Ég þekki VR, málefnin og verkalýðshreyfinguna vel og brenn fyrir hagsmunastarfi í þágu launafólks. Vinna við nýja kjarasamninga undir formerkjum VR og LÍV er nú þegar hafin og í þeirri vinnu er metnaðarfull kröfugerð félagsfólks útgangspunkturinn. Ég treysti mér fullkomlega til að leiða þá vinnu og tryggja niðurstöðu, í samstarfi við félaga mína, sem verður félaginu okkar til sóma. Þess vegna býð ég mig fram til formanns VR Ég býð mig fram til formanns VR til að hafa áhrif á samfélagið okkar og nái ég kjöri mun ég beita mér fyrir breytingum til batnaðar á vinnumarkaðnum og í samfélaginu í heild. Ég mun beita mér fyrir hagsmunum félagsfólksins okkar og samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég legg áherslu á breiða heildarsýn og þau fjölmörgu málefni sem ég hef farið yfir hér að ofan, svo við getum stuðlað hér að réttlátum og öruggum vinnumarkaði félagsfólkinu okkar og launafólki öllu til handa. Ég vil með framboði mínu gefa VR félögum færi á að velja formanninn sinn enda byggir félagið á lýðræðislegum og traustum grunni. Ég veit hvers VR er megnugt og hverju við getum náð fram með samtakamætti og skýrum markmiðum en til þess tel ég okkur þurfa að breyta um aðferðir. Kosning er hafin á vr.is og lýkur á hádegi næstkomandi miðvikudag, þann 15. mars, og ég sækist eftir stuðningi félaga minna í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég legg áherslu á að þau mikilvægu mál sem VR hefur haldið uppi síðastliðin ár, líkt og húsnæðis-, kjara- og lífeyrismál og málefni eldri borgara fái áfram brautargengi. Önnur mál sem koma félagsfólki okkar og samfélaginu öllu við eru þó ekki síður mikilvæg og nauðsynlegt að halda á lofti, enda er VR stærsta stéttarfélagið á Íslandi og á ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að hvers kyns samfélagslegum málefnum. Þar ber helst að nefna jafnréttis- og mannréttindamál, umhverfismál, starfsmenntamál, atvinnulýðræði, málefni ungs fólks og jaðarsettra hópa, orlofsmál, sveigjanleg starfslok og styttingu vinnuvikunnar. Málefni sem mörg hver endurspeglast í kröfugerð félagsfólksins sem við vinnum nú eftir í áframhaldandi kjaraviðræðum. Samtakamáttur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur í öllu okkar starfi, en þó sérstaklega þegar kemur að aðhaldi við stjórnvöld og atvinnurekendur. Fjöldi fólks sem nær ekki að lifa á laununum sínum eykst og margt í okkar samfélagi og vinnuumhverfi heldur fólki í fátæktargildru. Það er ólíðandi með öllu. Saman þurfum við að tryggja að hér ríki sanngjarn vinnumarkaður þar sem öll geta lagt sitt af mörkum og lifað góðu lífi á tekjum sínum, bæði yfir starfsævina og þegar henni lýkur. VR á að vera þar í fararbroddi enda hefur félagið hingað til verið þekkt fyrir frumkvæði og drifkraft, þekkingu, traust og trúverðugleika. Jafnrétti og fjölbreytileiki auðgar samfélög og vinnustaði Stærsta stéttarfélagið á Íslandi á að vera leiðandi í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni, styðja vel við jaðarsetta hópa og tryggja að vinnumarkaður sem mismunar fólki á grundvelli kyns, kynferðis, uppruna, aldurs, fötlunar og hvers kyns fordóma heyri sögunni til. VR þarf að endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í allri umræðu sem snýr að jafnrétti og mannréttindum og halda á lofti þeim fjölmörgu kostum sem fjölbreytt samfélag og vinnumarkaður hefur í för með sér. Launaleynd er eitt af því sem ýtir undir margs konar misrétti, þar á meðal kynbundinn launamun, og hana þarf að uppræta eigi hér að ríkja gagnsær og sanngjarn vinnumarkaður. Kynbundið ofbeldi og áreiti þrífst enn í ákveðinni vinnustaðamenningu, þrátt fyrir lög sem leggja bann við slíku, og mikið bakslag hefur átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks. Til þess að uppræta fordóma, misrétti og ofbeldi þarf samtakamátt og viðhorfsbreytingu, auk þess sem efla þarf fræðslu, eftirlit og eftirfylgni og koma á árangursríkum viðurlögum við brotum á lögum. Ungt fólk og útlendingar eru þeir hópar sem eru hvað mest útsettir fyrir misrétti og mismunun á vinnumarkaðnum, en þessir hópar sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku atvinnulífi eru oftar en ekki ómeðvituð um réttindi sín. Unga fólkið er stærsti hópur félagsfólks VR og félagið á að huga vel að honum og taka þátt í því að gera líf ungs fólks auðveldara á mismunandi tímabilum í lífinu, eins og til dæmis með sérstakri félagsaðild þegar það sækir sér menntun og stuðningi þegar það hefur vegferð sína á vinnumarkaðnum og stofnar fjölskyldu, svo fátt eitt sé nefnt. VR vinnur frábært starf þegar kemur að fræðslu fyrir ungt fólk á aldrinum 15-17 ára en það er mikilvægt að stuðla að enn meiri fræðslu og ná til enn breiðari hóps og ættu vinnumarkaðsmál að verða hluti af námsskránni í grunnskólum. Auk þess er löngu kominn tími á að stofna ungliðaráð í VR og tryggja þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku innan félagsins. Útlendingar eru nú um 14% félagsfólks VR og sá hópur fer stækkandi. Það þarf að halda vel utan um þennan hóp með góðu upplýsingaflæði og fræðslu og vinnumarkaðsmál ættu að vera stór hluti af ferlinu þegar við tökum hér á móti útlendingum. Þekking á vinnumarkaðnum, réttindum og skyldum er ein besta leiðin til að stuðla að valdeflingu fólks í atvinnulífinu og koma í veg fyrir misrétti á vinnumarkaðnum. Það er mikilvægt að herða vinnueftirlit og styrkja innviði og kerfi sem snúa að réttindum og öryggi launafólks. Mannréttindi en ekki lúxusvara Að eiga þak fyrir höfuðið eru mannréttindi. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er langt frá því að vera sanngjarn eða sjálfbær og bæði leigjendur og eigendur glíma við alls kyns áskoranir. Það þarf að lyfta grettistaki í húsnæðismálum og tryggja almenningi raunverulegt val milli leigu og fasteignakaupa með auknu framboði á fjölbreyttu húsnæði. Það þarf að koma á leiguþaki, meðal annars, til að stemma stigu við hækkandi leiguverði og koma í veg fyrir að hagnaðardrifin leigufélög geti keypt hér upp húsnæðismarkaðinn og stuðlað þannig að hækkandi leiguverði. Þá væri ráð að kanna ávinning af því að koma á búsetuskyldu líkt og viðgengst til dæmis í Danmörku og koma þannig í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn í heild sé í eigu fárra einstaklinga. VR á að vera öflugt aðhald í þessari baráttu, sem og annarri, og eiga frumkvæði að þríhliða samvinnu verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekenda við að gera húsnæðismarkaðinn að því sem hann á að vera: Mannréttindi fólks en ekki lúxusvara. Loftslagsváin sem vofir yfir okkur er mannréttindamál og það er mikilvægt að umbreytingin yfir í grænni orku og aðrar umhverfisvænni lausnir sé réttlát og geri ráð fyrir okkur öllum. Stóru fyrirtækin sem menga mest þurfa að axla ábyrgð, almenningur á ekki að borga brúsann fyrir losun fyrirtækjanna. Það er ekki síður verkalýðshreyfingin sem þarf að takast á við þær áskoranir sem fylgja loftslagsvánni og standa vörð um hagsmuni félagsfólks, halda stjórnvöldum við efnið og tryggja að aðgerðir stjórnvalda gegn þessari stærstu vá okkar tíma bitni ekki illa á launafólki. Á sama tíma þarf að gera almenningi kleift að taka þátt í grænum umskiptum og umhverfisvernd. Stytting vinnuvikunnar er stórt umhverfismál, líkt og hún er jafnréttis- og velferðarmál, og með auknum frítíma getur almenningur tamið sér betri og umhverfisvænni venjur. Stjórnvöld þurfa að hafa það að leiðarljósi í sinni vinnu við orkuskiptin og við í verkalýðshreyfingunni þurfum að vera dugleg að minna á það. Um þetta, og svo margt meira, snúast réttlát umskipti og VR þarf að standa vaktina þegar kemur að þeim málum. Valdefling félagsfólks í fyrirrúmi Atvinnulýðræði er algengt í nágrannaríkjum okkar en það fer lítið fyrir því hér. Rannsóknir sýna að það að gefa starfsfólki fyrirtækja kost á að sitja í stjórnum þeirra hefur í för með sér meira og betra samtal, meiri skilning, minna launabil milli ólíkra hópa, meiri starfsánægju og í heildina betri afkomu fyrirtækja. VR þarf að beita sér fyrir því að gera atvinnulýðræði að eðlilegum hluta af atvinnulífinu. Vinnumarkaðurinn er að breytast og ýmis störf að hverfa með tilkomu tækninýjunga. Það er skylda verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda að lyfta starfsmenntamálum upp á hærra plan og tryggja að launafólk sé meðvitað um- og eigi greiðan aðgang að sí- og endurmenntun til að takast á við þær áskoranir sem bæði nútíminn og framtíðin bera í skauti sér. Starfsfólk VR vinnur gott og öflugt starf í þágu starfsmenntamála. Það starf þarf að efla enn frekar til að stuðla að valdeflingu félagsfólks og tryggja að starfsþróun þess fylgi þróun á vinnumarkaði. Framboð í þágu hins almenna félaga í VR Grasrótin er mikilvæg í allri hagsmunabaráttu. Því vil ég auka samtalið við félagsfólkið í VR hvar á félagssvæðinu sem það er, en í VR eru rétt tæplega 40 þúsund félagar á sex svæðum víða um landið. Aukið samtal og samstarf við útstöðvar félagsins og grasrótina styrkja innra starfið og stuðla þannig að sterkari samstöðu innan félagsins. Ég þekki VR, málefnin og verkalýðshreyfinguna vel og brenn fyrir hagsmunastarfi í þágu launafólks. Vinna við nýja kjarasamninga undir formerkjum VR og LÍV er nú þegar hafin og í þeirri vinnu er metnaðarfull kröfugerð félagsfólks útgangspunkturinn. Ég treysti mér fullkomlega til að leiða þá vinnu og tryggja niðurstöðu, í samstarfi við félaga mína, sem verður félaginu okkar til sóma. Þess vegna býð ég mig fram til formanns VR Ég býð mig fram til formanns VR til að hafa áhrif á samfélagið okkar og nái ég kjöri mun ég beita mér fyrir breytingum til batnaðar á vinnumarkaðnum og í samfélaginu í heild. Ég mun beita mér fyrir hagsmunum félagsfólksins okkar og samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég legg áherslu á breiða heildarsýn og þau fjölmörgu málefni sem ég hef farið yfir hér að ofan, svo við getum stuðlað hér að réttlátum og öruggum vinnumarkaði félagsfólkinu okkar og launafólki öllu til handa. Ég vil með framboði mínu gefa VR félögum færi á að velja formanninn sinn enda byggir félagið á lýðræðislegum og traustum grunni. Ég veit hvers VR er megnugt og hverju við getum náð fram með samtakamætti og skýrum markmiðum en til þess tel ég okkur þurfa að breyta um aðferðir. Kosning er hafin á vr.is og lýkur á hádegi næstkomandi miðvikudag, þann 15. mars, og ég sækist eftir stuðningi félaga minna í VR. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun