Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 14:43 Hugh Grant í Óskarsverðlauna eftirpartýinu í gær. Getty/Stefanie Keenan Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk. Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk.
Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira