Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 14. mars 2023 07:01 Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun