Félög hafi ekki bolmagn til að fylgja reglugerð KSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 07:01 Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. Vísir/Sigurjón Reglugerð KSÍ um skyldu til að starfrækja kvennalið gæti valdið einhverjum félögum vandræðum segir formaður hagsmunsamtakanna Íslensks Toppfótbolta, eða ÍTF. Tillaga um að fella reglugerðina úr gildi var felld á ársþingi sambandsins á dögunum. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í haust þess efnis að öll lið í efstu deild karla þurfi einnig að starfrækja kvennalið í meistaraflokki. ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum, lagði fram tillögu á ársþingi KSÍ þess efnis að sú reglugerð yrði afnumin. Sú tillaga var felld á þigninu og því stendur reglan um kvennalið. „Við teljum að þetta geti verið - þó þetta sé göfugt markmið og gott og staðreyndin auðvitað sú að langflest lið eru með meistaraflokkslið af báðum kynjum - þá teljum við að allavega ákveðinn hluti okkar aðildarfélaga geti lent hreinlega í vandræðum með þetta og hafi ekki bolmagn til að láta þetta ganga eftir. Þar af leiðandi geti þetta orðið hamlandi þáttur fyrir þann flokk sem er hugsanlega að koma upp í efstu deild frá félaginu,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF, í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum í gærkvöldi. „Það var svona útgangspunkturinn. Alls ekki til að hnýta í kvennaknattspyrnuna, síður en svo. Við erum öflug þar og eins og hefur kannski ekki komið nógu vel fram þá erum við aðili í evrópskum samtökum sem eru öflug og áratugagömul og mér er ljúft og skylt að segja frá því að við erum einu samtökin í þeim risasamtökum sem erum fulltrúar beggja kynja.“ „Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið?“ „Þessi tillaga ÍTF á þinginu var felld og það er þá bara vilji þingheims að þetta verði svona. Þó svo þetta verði mögulega íþyngjandi fyrir einhverja þá verður bara að vinna með það eins og öll önnur verkefni vegna þess að við erum bara að reyna að róa í sömu áttina og við erum öll í sama liðinu.“ En gætu einhver félög þurft að sækja frá undanþágu frá þessum reglum? „Þeirri spurningu var varpað fram á þinginu. Hvað gerist ef klúbbur A eða B fer upp í efstu deild karla eitthvað vorið og er ekki með kvennalið? Þeirri spurningu var varpað fram en henni var ekki beint svarað. Enda var kannski enginn að kalla eftir beinum svörum.“ „Það má þá líka velta fyrir sér hvort þetta eigi að virka öfugt. Ef þú ert með lið í meistaraflokki kvenna eingöngu sem nær upp í efstu deild, hvort þér beri þá skylda til að stofna meistaraflokkslið karla. Þannig það eru ýmsir möguleikar sem koma upp þegar maður fer að spá í svona hluti,“ sagði Orri að lokum.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira