Skömmuðu ráðherra fyrir að biðja konur á Alþingi að tala lægra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 21:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og SIgurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra voru skammaðir af þingmönnum á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn þriggja flokka í stjórnarandstöðunni skömmuðu í dag fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir að biðja tvo kvenkyns formenn stjórnmálaflokka um að tala ekki of hátt í ræðustól. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um fátækt barna hér á landi. Bjarni svaraði Ingu og sagði henni að börn í öðrum ríkjum hefðu það mun verr og að kaupmáttur heimilanna væri að hækka, þá sérstaklega hjá heimilum með minnstar tekjur. Inga steig aftur upp í pontu og sagði svar Bjarna með ólíkindum, það væri ekki réttlætanlegt að fátækt á Íslandi fari vaxandi bara því það væri fátækt annars staðar líka. Kallaði hún eftir aðgerðum. „Virðulegi forseti, háttvirtur þingmaður segir að það dugi ekkert að tala, þá segi ég bara á móti að það dugar ekkert að tala hátt,“ svaraði Bjarni þegar hann steig næst upp í pontu. Inga kallaði á móti „Víst!“ og hélt Bjarni áfram: „Það dugar ekkert að æsa sig hér í ræðustól og þykjast með þeirri framkomu slá út af borðinu grjóthörðum staðreyndum sem ég er að tefla hér fram,“ sagði Bjarni. Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti Ingu og Bjarna. Bjarni biður Ingu um að tala lægra eftir fimm mínútur og tíu sekúndur. Klippa: Bjarni og Inga takast á Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi Bjarna fyrir þetta athæfi í ræðu sinni. Vill hann meina að árátta hafi gripið um sig hjá körlum í ríkisstjórn. „Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í síðustu viku að hann vissi ekki hvort ákveðinn þingmaður næði betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina, hann bara vissi það ekki. Í dag sagði Bjarni Benediktsson að það dugði ekki að tala hátt, það dugði ekki að æsa sig hér í ræðustól. Hvað eiga þessir þingmenn sameiginlegt annað en að vera formenn stjórnmálaflokka? Jú, þetta eru konur,“ sagði Andrés. Vitnaði hann þar í orð Sigurðar á Alþingi fyrir nákvæmlega viku síðan sem beint var að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Sigurður Ingi alltaf classy. Í stað þess að svara fsp frá formanni í stjórnmálaflokki (sem vill svo til að er kona) um hvað gov ætlar að gera rite now í 10% verðbólgu þá segir hann basically Æ kelling plz, hvað ertu að væla? Viltu ekki bara væla aðeins hærra? pic.twitter.com/Zx37d9nhFK— Sunna Kristín (@sunnakh) March 6, 2023 Hann gagnrýndi ráðherrana fyrir að biðja konur á Alþingi, vikur eftir vikur, um að nota inniröddina. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir orð Andrésar og rifjaði það upp að bæði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hafi hætt í stjórnmálum nýlega. Þær hafi báðar haft orð af því að það væri einstaklega erfitt að vinna þetta starf, sérstaklega fyrir konur. „Fjöldi alþjóðlegra rannsókna sýnir að konur eiga erfiðara uppdráttar og nú heyrum við það í síðustu viku að hæstvirtur innviðaráðherra reynir að drepa málum á dreif hjá formanni Viðreisnar með því að skamma hana fyrir að tala of hátt. Svo gerist það aftur að hæstvirtur fjármálaráðherra skammar formann Flokks fólksins fyrir að tala sömuleiðis hátt,“ sagði Logi. Hann sagði að karlkyns þingmenn þurfi að minna ráðherrana á þegar þeir gleyma sér og að þeir þurfi að sýna báðum kynjum tillitssemi og kurteisi. Annað væri hallærislegt. Hér fyrir neðan má sjá þingmennina koma einn af öðrum upp í ræðustól og skamma ráðherrana. Klippa: Þingmenn láta ráðherra heyra það Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var næstur upp í pontu og ræddi atvikið líka. Vill hann meina að Bjarni og Sigurður hafi báðir hækkað róminn eftir að hafa beðið Þorgerði og Ingu um að lækka í sér. „Má ég síðan ekki tala hátt um það? Er það bannað? Manni blöskrar stundum í alvörunni þegar farið er svona með almenna sómakennd. Í alvöru. Ekki tala hátt og fara svo að tala hátt sjálfir,“ sagði Björn Leví. Hann var ekki síðastur til að tjá sig heldur var það Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem var næstur. Var hann sammála þríeykinu á undan. Sakaði hann Bjarna og Sigurð Inga einnig um hræsni. „Hæstvirtur innviðaráðherra og hæstvirtur fjármálaráðherra, þetta eru menn sem fara gjarnan mikinn hér í ræðustól þingsins. Þeir tala hátt, þeir hvessa sig og tala duglega. Þeir eiga því ekkert með það að segja við kvenkyns þingmenn að þær eigi ekki að tala hátt. Þetta er ódýrt ræðubragð sem við karlmenn tökum kannski ekki eftir,“ sagði Sigmar. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Samfylkingin Jafnréttismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um fátækt barna hér á landi. Bjarni svaraði Ingu og sagði henni að börn í öðrum ríkjum hefðu það mun verr og að kaupmáttur heimilanna væri að hækka, þá sérstaklega hjá heimilum með minnstar tekjur. Inga steig aftur upp í pontu og sagði svar Bjarna með ólíkindum, það væri ekki réttlætanlegt að fátækt á Íslandi fari vaxandi bara því það væri fátækt annars staðar líka. Kallaði hún eftir aðgerðum. „Virðulegi forseti, háttvirtur þingmaður segir að það dugi ekkert að tala, þá segi ég bara á móti að það dugar ekkert að tala hátt,“ svaraði Bjarni þegar hann steig næst upp í pontu. Inga kallaði á móti „Víst!“ og hélt Bjarni áfram: „Það dugar ekkert að æsa sig hér í ræðustól og þykjast með þeirri framkomu slá út af borðinu grjóthörðum staðreyndum sem ég er að tefla hér fram,“ sagði Bjarni. Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti Ingu og Bjarna. Bjarni biður Ingu um að tala lægra eftir fimm mínútur og tíu sekúndur. Klippa: Bjarni og Inga takast á Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi Bjarna fyrir þetta athæfi í ræðu sinni. Vill hann meina að árátta hafi gripið um sig hjá körlum í ríkisstjórn. „Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í síðustu viku að hann vissi ekki hvort ákveðinn þingmaður næði betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina, hann bara vissi það ekki. Í dag sagði Bjarni Benediktsson að það dugði ekki að tala hátt, það dugði ekki að æsa sig hér í ræðustól. Hvað eiga þessir þingmenn sameiginlegt annað en að vera formenn stjórnmálaflokka? Jú, þetta eru konur,“ sagði Andrés. Vitnaði hann þar í orð Sigurðar á Alþingi fyrir nákvæmlega viku síðan sem beint var að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Sigurður Ingi alltaf classy. Í stað þess að svara fsp frá formanni í stjórnmálaflokki (sem vill svo til að er kona) um hvað gov ætlar að gera rite now í 10% verðbólgu þá segir hann basically Æ kelling plz, hvað ertu að væla? Viltu ekki bara væla aðeins hærra? pic.twitter.com/Zx37d9nhFK— Sunna Kristín (@sunnakh) March 6, 2023 Hann gagnrýndi ráðherrana fyrir að biðja konur á Alþingi, vikur eftir vikur, um að nota inniröddina. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir orð Andrésar og rifjaði það upp að bæði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hafi hætt í stjórnmálum nýlega. Þær hafi báðar haft orð af því að það væri einstaklega erfitt að vinna þetta starf, sérstaklega fyrir konur. „Fjöldi alþjóðlegra rannsókna sýnir að konur eiga erfiðara uppdráttar og nú heyrum við það í síðustu viku að hæstvirtur innviðaráðherra reynir að drepa málum á dreif hjá formanni Viðreisnar með því að skamma hana fyrir að tala of hátt. Svo gerist það aftur að hæstvirtur fjármálaráðherra skammar formann Flokks fólksins fyrir að tala sömuleiðis hátt,“ sagði Logi. Hann sagði að karlkyns þingmenn þurfi að minna ráðherrana á þegar þeir gleyma sér og að þeir þurfi að sýna báðum kynjum tillitssemi og kurteisi. Annað væri hallærislegt. Hér fyrir neðan má sjá þingmennina koma einn af öðrum upp í ræðustól og skamma ráðherrana. Klippa: Þingmenn láta ráðherra heyra það Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var næstur upp í pontu og ræddi atvikið líka. Vill hann meina að Bjarni og Sigurður hafi báðir hækkað róminn eftir að hafa beðið Þorgerði og Ingu um að lækka í sér. „Má ég síðan ekki tala hátt um það? Er það bannað? Manni blöskrar stundum í alvörunni þegar farið er svona með almenna sómakennd. Í alvöru. Ekki tala hátt og fara svo að tala hátt sjálfir,“ sagði Björn Leví. Hann var ekki síðastur til að tjá sig heldur var það Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem var næstur. Var hann sammála þríeykinu á undan. Sakaði hann Bjarna og Sigurð Inga einnig um hræsni. „Hæstvirtur innviðaráðherra og hæstvirtur fjármálaráðherra, þetta eru menn sem fara gjarnan mikinn hér í ræðustól þingsins. Þeir tala hátt, þeir hvessa sig og tala duglega. Þeir eiga því ekkert með það að segja við kvenkyns þingmenn að þær eigi ekki að tala hátt. Þetta er ódýrt ræðubragð sem við karlmenn tökum kannski ekki eftir,“ sagði Sigmar.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Samfylkingin Jafnréttismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent