Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það megi búast við éljum á Norður- og Austurlandi og jafnvel samfellda snjókoma um tíma á norðaustanverðu landinu á morgun. Það geta því verið slæm akstursskilyrði á þeim slóðum.
„Sunnan heiða verður þurrt og bjart veður. Það er áfram útlit fyrir talsvert frost á öllu landinu. Spár gera ráð fyrir að það dragi úr frostinu á fimmtudag og föstudag.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðlæg átt 8-15 m/s. Snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 4 til 12 stig.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma norðaustan- og austanlands, en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Frost 2 til 9 stig.
Á föstudag: Norðaustan- og austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar dálítil él. Hiti kringum frostmark, en vægt frost norðanlands.
Á laugardag: Austlæg átt og þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.