Skoðun

Elva Hrönn verður frá­bær for­maður VR

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu.

Elva verður frábær formaður

Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. 

Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. 

Kjósum Elvu og eflum VR

Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. 

Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×