Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2023 16:30 Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby um helgina. getty/Rene Schutze Þrír Íslendingar eru í liði 21. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla. Þetta eru þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson, leikmenn Lyngby, og Hákon Arnar Haraldsson sem spilar með FC Kaupmannahöfn. Rundens Hold i 21. spillerunde #sldk #rundenshold #ditholdvoresliga pic.twitter.com/3SkIw7azQX— 3F Superliga (@Superligaen) March 14, 2023 Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Midtjylland, 1-3, á útivelli. Sævar Atli skoraði fyrstu tvö mörk Lyngby, annað þeirra eftir sendingu frá Kolbeini. Alfreð Finnbogason lagði svo þriðja mark heimamanna upp fyrir Christian Gytkjær sem er einnig í liði 21. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar ásamt miðverðinum Lucas Boel Hey. Fjórir af ellefu í úrvalsliðinu koma því úr röðum Lyngby. Lyngby er enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, nú með fimmtán stig líkt og Álaborg. Hákon skoraði eitt mark og lagði upp annað er FCK vann öruggan sigur á Horsens á útivelli, 1-4. Skagamaðurinn hefur alls skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu. FCK er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir toppliði Nordsjælland. Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Þetta eru þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson, leikmenn Lyngby, og Hákon Arnar Haraldsson sem spilar með FC Kaupmannahöfn. Rundens Hold i 21. spillerunde #sldk #rundenshold #ditholdvoresliga pic.twitter.com/3SkIw7azQX— 3F Superliga (@Superligaen) March 14, 2023 Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Midtjylland, 1-3, á útivelli. Sævar Atli skoraði fyrstu tvö mörk Lyngby, annað þeirra eftir sendingu frá Kolbeini. Alfreð Finnbogason lagði svo þriðja mark heimamanna upp fyrir Christian Gytkjær sem er einnig í liði 21. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar ásamt miðverðinum Lucas Boel Hey. Fjórir af ellefu í úrvalsliðinu koma því úr röðum Lyngby. Lyngby er enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, nú með fimmtán stig líkt og Álaborg. Hákon skoraði eitt mark og lagði upp annað er FCK vann öruggan sigur á Horsens á útivelli, 1-4. Skagamaðurinn hefur alls skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu. FCK er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir toppliði Nordsjælland.
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira