Keflavík byrjaði tímabilið af ógnarkrafti og vann fyrstu tíu leiki sína í deildinni. Það er þangað til Valur mætti til Keflavíkur og vann níu stiga sigur, lokatölur 75-84. Toppliðið vann í kjölfarið sex leiki í röð, eða þangað til það mætti á Hlíðarenda. Þar vann Valur leik liðanna með sjö stiga mun, 81-74.
Keflavík vann næstu fimm leiki sína en tapaði í síðustu umferð fyrir nágrönnum sínum í Njarðvík í hörkuleik. Hvort það tap – og sú staðreynd að liðið hafi ekki unnið Val á leiktíðinni – sé að angra leikmenn kemur í ljós í kvöld.
Ætli toppliðið sér að halda velli á toppi Subway-deldar kvenna verður það að vinna brjóta Valsgrýluna á bak og burt í kvöld þar sem það munar aðeins einum sinum sigri [eða tveimur stigum] á liðunum í töflunni.
Fari svo að Valur vinni þriðja sigurinn á Keflavík í kvöld þá tekur það toppsætið sem og það fær sálfræðilegt forskot fari svo að þessi lið mætist í úrslitarimmunni sjálfri síðar á þessu ári.
Toppslagur Subway-deildar kvenna milli Keflavíkur og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.