Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 10:29 Málið verður tekið fyrir í Amarillo, þar sem Kacsmaryk er eini alríkisdómarinn. Getty/Washington Post/Carolyn Van Houten Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira