Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segist fagna öllu samstarfi. Sameining Ölfuss og Hveragerðisbæjar sé þó ekki á dagskrá núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi. Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi.
Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01