„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Snorri Másson skrifar 16. mars 2023 09:00 Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði. Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði.
Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent