„Hin fullkomna díva“ aldrei verið frjálsari eftir að hún kom út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 09:00 Gisele Shaw [til hægri]. Instagram@giseleshaw08 Gisele Shaw, eða „hin fullkomna díva“ eins og hún er kölluð í glímuheiminum, kom út úr skápnum sem trans kona á síðasta ári. Hún hafði haldið því leyndu að hún væri trans á meðan hún vann sig upp innan glímuheimsins. Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu. Glíma Málefni trans fólks Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu.
Glíma Málefni trans fólks Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira