Óðinn skoraði fallegasta mark riðlakeppninnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2023 23:31 Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten. Kadetten Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fallegasta mark riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta. Mark Óðins kom beint úr hornkasti. Það var opinber Twitter-reikningur Evrópudeildarinnar sem birti lista yfir fimm fallegustu mörk riðlakeppninnar, en við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á listanum. Óðinn á sem áður segir fallegasta markið, en Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, kemst einnig á lista. Mark Óðins stóð þó upp úr því hann skoraði beint úr hornkasti þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, var einu marki undir og aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Í raun er ekki einu sinni hægt að segja að markvörður Benfica hafi verið illa staðsettur, en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Óðni að finna glufu á nærstönginni og troða boltanum í netið. Óðinn og félagar unnu að lokum nauman eins marks sigur í leiknum, 27-28. Mark Magnúsar er einnig afar glæsilegt, en það skoraði hann í öruggum sigri Valsmanna gegn Benidorm í Origo-höllinni. Magnús leikur þá skemmtilega á varnarmenn gestanna áður en hann leggur boltann snyrtilega yfir höfuð markvarðarins. Sjón er þó sögu ríkari og hægt er að sjá mörk þeirra Magnúsar og Óðins, ásamt hinum mörkunum þremur á topp fimm listanum, í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. The award of the best goal of the group phase goes to: ______ #ehfel 5️⃣ Nikola Ivanovic | @HT_TatranPresov 🤯4️⃣ Magnús Óli Magnússon | Valur 😎3️⃣ Esteban Salinas | @BMGranollers 😱 2️⃣ Ramiro Martinez | @bmbenidorm 😳 1️⃣ Odin Thor Rikhadsson | @kadettensh 🚀 pic.twitter.com/WLrH2nyHbC— EHF European League (@ehfel_official) March 15, 2023 Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Það var opinber Twitter-reikningur Evrópudeildarinnar sem birti lista yfir fimm fallegustu mörk riðlakeppninnar, en við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á listanum. Óðinn á sem áður segir fallegasta markið, en Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, kemst einnig á lista. Mark Óðins stóð þó upp úr því hann skoraði beint úr hornkasti þegar lið hans, Kadetten Schaffhausen, var einu marki undir og aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Í raun er ekki einu sinni hægt að segja að markvörður Benfica hafi verið illa staðsettur, en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Óðni að finna glufu á nærstönginni og troða boltanum í netið. Óðinn og félagar unnu að lokum nauman eins marks sigur í leiknum, 27-28. Mark Magnúsar er einnig afar glæsilegt, en það skoraði hann í öruggum sigri Valsmanna gegn Benidorm í Origo-höllinni. Magnús leikur þá skemmtilega á varnarmenn gestanna áður en hann leggur boltann snyrtilega yfir höfuð markvarðarins. Sjón er þó sögu ríkari og hægt er að sjá mörk þeirra Magnúsar og Óðins, ásamt hinum mörkunum þremur á topp fimm listanum, í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. The award of the best goal of the group phase goes to: ______ #ehfel 5️⃣ Nikola Ivanovic | @HT_TatranPresov 🤯4️⃣ Magnús Óli Magnússon | Valur 😎3️⃣ Esteban Salinas | @BMGranollers 😱 2️⃣ Ramiro Martinez | @bmbenidorm 😳 1️⃣ Odin Thor Rikhadsson | @kadettensh 🚀 pic.twitter.com/WLrH2nyHbC— EHF European League (@ehfel_official) March 15, 2023
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira